Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 66

Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 66
STJÓRNUN 1 Strax eftir gerð starfslokasamningsins tilkynnti starfs- maðurinn yfirmanni sínum að hann væri búinn að fá starfstil- boð sem fjármálastjóri hjá helsta samkeppnisaðila fyrir- tækisins... og hóf þar störf. 2 Fyrirtækið taldi að forsendur væru brostnar fyrir starfsloka- samningnum og neitaði að efna hann... 3 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu bæri að efna starfslokasamninginn að fullu. Þannig hefur Hæstiréttur heimilað frádrátt af launum á upp- sagnarfresti, bæði atvinnuleysisbætur og þau laun sem starfs- maðurinn aflaði með öðrum hætti. Starfslokasamningur - nýtt réttarsamband í dómi Hæsta- réttar frá 19. desember sl. var skýrt kveðið á um að starfsloka- samningi verður ekki jafnað til ráðningarsamnings heldur er með honum þvert á móti samið um lok þess ráðningarsamn- ings sem í gildi hafði verið milli aðila. Litið er á starfslokasamn- inginn sem sjálfstæðan gerning og hann túlkaður sem slíkur. Starjsmaður hjá framleiðslufyrirtœki samdi um starjslok sín hjá jyrirtækinu. I samningnum undirgekkst starjsmaðurinn m.a. að aðstoða jyrirtækið á samningstímanum. Strax ejtirgerð samkomulagsins tilkynnti starjsmaðurinn yfirmanni sínum að hann vœri búinn að fá starjstilboð sem fjármálastjóri hjá helsta samkeppnisaðila fyrirtœkisins. Vinnuveitandinn taldi óhugsandi að hann væri að vinna jýrir báða aðila á samnings- tímanum og óskaði ekki eftir frekari vinnuframlagi mannsins sem hóf pá þegar störf hjá samkeppnisaðilanum. Fyrirtœkið taldi að forsendur væru brostnarfyrir starjslokasamningnum og neitaði að efna hann - en bauð starjsmanninum upp á nýjan samning sem hann hafnaði og krafðist efnda samningsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að jýrirtækinu bœri að efna starfslokasamninginn að fullu enda var starjsmaðurinn hvorki talinn hafa vanefnt sjálfan samninginn né að atvik vœru til staðar sem gætu valdið ógildi hans. Ekki varfállist á að draga laun starjsmannsins á gildistíma starjslokasamningsins jrá par umsömdum greiðslum, með vísan til reglna sem gilda um laun á uppsagnarfresti, enda var slíka heimild ekki að finna í samn- ingnum sem saminn var af vinnuveitandanum. Starfsloka- samningnum varþví ekki jafnað til ráðningarsamnings heldur var með honum þvert á móti samið um lok þess ráðningar- samnings, sem ígildi hafði verið milli aðila. Hvorki í ráðningar- samningi né starjslokasamningi voru lagðar skorður við því að hann réði sig til samkepþnisaðila - og ekki hafði verið sýnt fram á að starjsmaðurinn hejði skýrt frá uþplýsingum sem hann var bundinn trúnaði um gagnvart áfrýjanda. Af þessum dómi sést hve mikilvægt er fyrir stjórnendur að líta til þess að nýtt réttarsamband stofnast við gerð starfsloka- samninga. Almennum réttarreglum, sem gilda um uppsagnar- fresti, verður ekki beitt við túlkun starfslokasamninga. Mikil- vægt er því fýrir vinnuveitendur að vanda vel starfslokasamn- inga sem þeir gera við starfsmenn sína. Tilgreina þarf sérstak- lega ef ætlunin er að draga frá þau laun sem starfsmaður þiggur frá öðrum á samningstímanum og taka skýrlega fram ef þeir vilja meina fyrrum starfsmanni að helja störf hjá sam- keppnisaðila á samningstímanum. 03 STJÓRNUN Með í gömlu kommúnista- ríkjunum f Islenskir stjórnendur, sem hafa stýrt fyrir- taekjum í gömlu kommúnistaríkjunum, þurftu að sýna þolinmæði og þrautseigju við að koma fyrirætlunum sínum í gegn. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur jr Imörgum tilfellum komu upp vandamál hjá þýskum fyrir- tækjum þegar vestrænir stjórnendur með kapítalískar hugmyndir fóru að stjórna fólki sem var alið upp í kommúnísmanum, hafði fengið þar sína menntun og starfs- reynslu. I framhaldi af þessu fór ég að velta því fyrir mér hvernig Islendingar hafa verið og eru að feta veg viðskipta í þessum löndum og hvernig það hefur reynst þeim. Ég ákvað að horfa til þeirra átta landa sem fara inn í Evrópusambandið í ár og þeirra tveggja sem fara inn árið 2007, Rúmeníu og Búlgaríu auk Rússlands. Við inngönguna komast á þær leikreglur sem gilda í Vestur-Evrópu og í gegnum ESB og EES höfum við aðgang að þessum mörkuðum með sama hætti og öðrum," segir Steinar Þór Sveinsson sem lokið hefur meistaranámi í alþjóðlegri stjórnun. Fólkið hafði lítið frumkvæði Steinar Þór rannsakaði sér- staklega reynslu Islendinga af stjórnun í fyrrverandi ríkjum kommúnismans í meistaraprófsritgerð sinni frá Viðskipta- háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann tók sérstaklega fyrir framtíðarhorfur í löndunum 11 en gert er ráð fyrir að þar verði mun meiri hagvöxtur á næstu árum en í öðrum löndum Evrópu og ræddi við íjóra íslenska stjórnendur sem höfðu dvalið og unnið í þessum löndum. Hann segir að stjórnendurnir hafi í öllum aðalatriðum verið sammála öðrum vestrænum stjórnendum með þessa reynslu. „Það er einkennandi fyrir starfsfólk í fyrrverandi kommúnista- ríkjunum að það hræðist ábyrgð. Það lýsir sér með ýmsum hætti, t.d. á starfsfólkið erfitt með ákvarðanatöku því að hún getur leitt til ábyrgðar. Starfsmenn eru áhættufælnir, þeir eru meðvitaðir um að áhætta getur leitt til ábyrgðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólk getur í sumum tilfellum átt erfitt með hópavinnu eða liðsvinnu, sérstaklega ef viðfangsefni og verkefni eru ekki njörvuð niður fyrirfram. Fólk var „passíft" og hafði lítið frumkvæði, sagði ógjarnan skoðun sína heldur játaði öllu og reyndi svo frekar að þegja það af sér,“ segir Steinar Þór.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.