Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 76

Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 76
I panelumræðum eftir fyrirlesturinn. Með Jóni Ásgeiri eru þeir Bish-Jones frá Woolworth Group (t.v.) og Nick Woods frá The Link. Fjölmargir fjárfestar og blaðamenn voru á ráðstefnunni Retail Week. Jón Ásgeir var ekkert banginn við að auglýsa hvað hann vildi: „Ef þið eruð að leita að félaga þá hringið í okkur!" lítið væri um flölskyldufyrirtæki og hefð fyrir því að kaupa og selja fyrirtæki eins og hverja aðra vöru á réttu verði. „Ef bið eruð að leita að...“ í lokin hnykkti Jón Ásgeir á því að sem fjárfestingarfélag væri Baugur fullkominn félagi því andstætt hefðbundnum íjárfestum hefði Baugur sérþekk- ingu og ástríðufullan áhuga á verslun og væri þolinmóður í að leyfa fyrirtækjum að þroskast og dafna. Skilaboðin voru skýr og Jón Ásgeir var ekkert banginn við að auglýsa hvað hann vildi: „Ef þið eruð að leita að félaga þá hringið í okkur!“ S3 SETIÐ FYRIR SVÖRUM Hvers vegna Bretland? Hinn kunni ritsfjóri og útgefandi Andrew Neil, sem var ráðstefnustjóri á Retail Week, dældi spurningum á Jón Asgeir og gekk hart fram með spurninguna: Hvers vegna Bretiand? egar kom að spurningum og svörum beindi hinn kunni ráðstefnustjóri Andrew Neil þeirri spurningu til Jóns Ásgeirs að hann væri greinilega að leita að félögum hér. Jón Ásgeir kvað svo vera og einhver hefði vísast áhuga því hann væri með tlu ósvaraðar hringingar á símanum núna. Neil hafði áhuga á að heyra frekar af hverju Baugsvíkingarnir hefðu komið hingað, af hverju þeir hefðu ekki farið til Frakk- lands, Þýskalands eða Spánar. Svarið var að þeir hefðu metið það sem svo að hér væri nóg af vanmetnum fyrirtækjum, auk þess sem hann nefndi aftur að eignarhaldið væri hér ekki tíl trafala. Neil hafði líka áhuga að heyra frekar um það að Baugur leitaði eftir stjórnendum sem legðu sjálfir fé í fýrirtækið og spurði hvort stjórnendur í Baugsfyrirtækjunum væru þá betur launaðir en almennt væri. Já, Jón Ásgeir áleit að stjórn- endurnir væru miklu betur launaðir - og þá vildi Neil vita hvort það væri bara álit hans eða hvort svo væri í raun og 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.