Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 80

Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 80
JM l ww* fl; ■ p „Adam Smith talaði um Englendinga sem þjóð búðaloka og það er nokkuð til í því." með KPMG. Hópurinn hefur verið sá sami undanfarin þijú ár og það er líka alltaf sömu tvær lögfræðiskrifstofurnar sem við skiptum við. Maður er kannski ekki alltaf með það á hreinu hvað margir koma að svona ferli. En þegar við til dæmis buðum til kvöldverðar til að halda upp á kaupin á Oasis sáum við að það var sextíu manna hópur sem hafði unnið að kaupunum. Þessi hópur veit að hveiju við leitum, til dæmis í áreiðanleikakönnunum, og þessi festa skiptir ótrúlega miklu. Þegar sjálf vinnan er unnin höfum við heilt herbergi undir lögfræðinga, endurskoðendur og markaðsmenn, sem vinna í þessu hér inni á skrifstofunni og það hefur reynst mjög vel að hafa fólkið hreinlega inni hjá okkur. I svona ferli kemur margt upp og þá er gott að geta skoðað það strax hér og nú. Svona kaup miðast að því að kaupa meirihluta, oftast með stjórn- endum, og þessu fylgja miklir og flóknir samningar. En einmitt af því við erum að fara inn í fyrirtækin með okkar þekkingu þá er um leið verið að skipuleggja næstu 2-3 árin og þá þarf að ákveða laun, áhrif og starfssvið um leið og gerðir eru hluthafa- samningar. Þegar farið er í saumana á rekstrinum kemur auðvitað oftast í ljós að eitthvað er öðruvísi en við héldum og allt þarf að vega og meta út frá þeim skuldum og lánum sem koma til, því allt þarf þetta að ganga upp svo að þeir bankar, sem við skiptum við, trúi því að áætlanir okkar muni ganga efúr. Ef stjórnendur eiga í þessu með okkur þá setjum við venju- lega upp 3-5 ára áætlun. Áreiðanleikakönnunin gengur út á að finna raunverulega stöðu viðkomandi fyrirtækis og ganga úr skugga um að fyrirtækið þoli áföll sem óhjákvæmilega geta alltaf komið upp á. Þetta er meðal annars kannað með líkönum þar sem við skoðum hvernig reksturinn geti brugðist við ákveðnum aðstæðum. Á endanum fæst heildstæð mynd og þá er hægt að ganga frá kaupunum - en það breytir þvi ekki að mánuði seinna getur eitthvað komið upp á sem enginn sá fyrir!“ Þú nefndir Philip Green, sem þið hafið starfað með og starfar líkt og þið, nema hvað hann rekur auðvitað verslunar- keðju eins og Bhs, en þegar ijölmiðlar hafa rýnt í saumana á rekstri hans hefur því stundum verið haldið fram að það sé rangt að líta á umsvif hans sem verslunarumsvif, þvi fasteignir séu stór þáttur í hans umsvifum og það var einmitt í fasteigna- viðskiptum sem hann byijaði. -Eru fasteignir mikilvœgur þáttur í ykkar forsendum fyrir kaupum ykkar ogsölu hér?____________________________________. „Flest fyrirtæki sem við höfum auga á eru ekki með mikinn efnahag, ekki miklar eignir. Fasteignir er helst að finna í eldri verslunarfyrirtækjum. Yið miðum venjulega bara við að reksturinn geti borið þá leigu, sem þarf til, eins og tíðkast reyndar almennt orðið nú. Fasteignirnar eru oft meðhöndlaðar sérstaklega, settar í sérstök eignarhaldsfélög og þannig var til dæmis gert um Arcadiu, sem á yndislegar fasteignir á Oxford Street, til dæmis hornið á Oxford Circus þar sem Nike ogTopshop eru. Sú eign er metin á yfir 180 milljónir punda. Alls á Arcadia fasteignir upp á meira en 300 milljónir punda. Það eru tískusveiflur í hvernig fasteignir eru meðhöndlaðar í kaupum og sölu verslunarfyrirtækja. Fyrir nokkrum árum tíðkaðist að selja fasteignirnar og taka þær síðan á kaupleigu. Núna eru fasteignir gjarnan teknar út og þær veðsettar fyrir hluta af kaupunum. Þannig var til dæmis farið að í kaupunum á Debenhams, þar sem lán með tuttugu ára veði var sett á hluta fasteignanna í stað þess að kljúfa þær frá. Þá standa fasteignir undir ákveðnum hluta kaupanna, sem eru síðan borguð upp hægt og rólega. I tilviki Debenhams voru einnig nokkrar eignir seldar frá félaginu. Ástæðan fyrir þessum breyttu áherslum er að nú þegar ijár- málasérfræðingar skoða verslunarrekstur sem á fasteignir þá er oft ályktað sem svo að það sé ekki góð nýting á fjármunum að hafa fasteignir með. Þegar um miklar eignir er að ræða þá er oft ekki nógur þrýstingur á að búðarreksturinn skili góðum og eðlilegum hagnaði. Þess vegna er betra að aðskilja þetta tvennt, fasteignir og búðarrekstur. Mörg verslunarfyrirtæki hafa selt fasteignir sínar á undanförnum áratugum, þó mörg eigi enn miklar fasteignir. Eignirnar fara líka eftir eðli verslunarinnar. Matvöruverslanir eiga yfirleitt húsnæði, ekki smásalar í öðrum verslunargreinum.“ -Þú nefndir að stjórnendur, sem gerast eigendur með ykkur, eignist oft hlut. Hver er ykkar launastefna í þeim tilvikum? „Sumir stjórnendur eiga flármuni og kaupa þá hlut á móti okkur. Aðrir eiga ekki peninga og fá þá ívilnanir í almennu hlutafé (options). Við erum síðan með afkomutengtlaunakerfi, launin eru háð því hvað þeir eru duglegir að uppfylla þær áætlanir sem eru gerðar í upphafi. Það tryggir líka að allir hafi augun á því sama og að hagsmunir eigenda og stjórnenda fari saman. Þetta kerfi er mikið notað hér.“ -Hér er stundum bent á að afkomutengd laun ýti undir skamm- tímahugsunarhátt í rekstrinum, þar sem allt beinist að því að sþenna bogann sem hœst til að stjórnendur skraþi sem mest til sín. Hvernig horfir þetta við ykkur?________________________ „Þetta gildir um almenningshlutafélög, ekki um einkafélög 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.