Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 81

Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 81
BAUGUR 1 BRETLANDI ems og við störfum helst í. í svona fyrirkomulagi eins og þú nefnir hafa umdeildustu ívilnanirnar tengst hlutabréfaverðinu. Fjármálamarkaðurinn vill oftast sjá framlegðarvöxt, meðan emkaeigendur vilja bara sjá reiðufé og meta árangurinn eftír því hvað streymir í kassann. Þetta er tvennt ólíkt. Fyrirtæki á almennum markaði á oft erfitt með að losna við vöru sem hefur ekki selst, því ef verðið er lækkað þá versnar framlegðin og City hnyklar brýrnar. Þetta er reyndar að breytast svolítíð og farið að horfa meira á sjóðstreymi. Þetta eru tvímælalaust áhrif frá Green og getur skýrt minni framlegð. Ivilnanir er hættulegar þegar þær tengjast hlutaþréfa- verðinu, sbr. örlög fyrirtækja eins og Enron og Parmalat. Þetta fyrirkomulag skapar ótta við slæmar fréttir og þá er freistingin að leggja út í einhver endurskoðunarævintýri." -Annað sem tíðkast hér og það er að fyrirtæki noti sér ríkulega almannatengslafyrirtœki. Þið hjá Baugi notið þekkt fyrirtœki á því sviði. Gavin Anderson. Er það nauðsynlegt hér?_______ .Já, ekki aðeins af því að það henti okkur heldur líka af því að blaðamenn hér eru vanir að vinna með þessum fyrirtækjum og finnst þægilegra að hringja í slíkt fyrirtæki, sem gengur þá frá því sem þarf, heldur en að hafa samband beint við okkur. Stað- reyndin er líka sú að ef eitthvað er fréttnæmt þá er ágangur fyöl- niiðla eins og foss og þá veitir ekki af að hafa einhvern sem tekur á móti á faglegan hátt. Hér er líka óþekkt að maður fái að lesa yfir viðtöl og annað. Það fer allt út og þá sér almanna- tengslafyrirtækið um að stýra umfjölluninni. Það gildir í þessu eins og öðru að það er gott að nýta sér faglega þjónustu, hvort sem það er lögfræðiráðgjöf, samskipti við ijölmiðla eða annað.“ -Hvernig er að búa í Reykjavík og vinna á Islandi?_______ „Það er auðvitað alveg hundleiðinlegt að vera svona Jjarri ijöl- skyldunni, en þetta er ekki óalgengt hér. London er svona eins og staður fyrir stefnumót, þar sem menn fljúga inn tíl að stunda viðskipti. Það sem gerir þetta þó bærilegra er að ég hef gaman af að fara í leikhús og á tónleika og hér vantar ekki tækifærin til þess. Umsvif okkar hafa vaxið hér og þess vegna er ég farinn að eyða meiri tíma hér. Sem stendur er ég venju- lega hér frá þriðjudagsmorgni fram á föstudagkvöld. Hér þekkist ekki helgarvinna nema eitthvað rnikið gangi á. Menn taka sér alveg frí um helgar. Enda margir sem fara í burtu um helgar og síminn þagnar. Vinnudagurinn skiptist í formlega fundi, sem eru oft ákveðnir með löngum fyrirvara, ýmist á skrifstofunni eða yfir mat á veitíngahúsum og svo taka við óformlegir fundir, oftast á milli kl. 18 og 20. Það er kannski ögn biturt að sitja yfir góðum mat og geta ekki notið hans til fulls, en svona samkomur eru ekki til að slappa af heldur tíl að vinna.“ 53 JÓN SCHEVING AÐ BREYTA TIL Baugshugmynd skýtur öngum í London Fyrir utan skrifstofu Baugs í London. Hún er í látlausu húsnæði uppi á lofti í þessari glæsilegu byggingu sem skartar gull- og gersemisbúðum. Mynd: Geir Ólafsson. Jón Scheving, Baugur og fleiri eru að stofiia nýtt sérhæft fjár- festingarfélag í London. Félagið heitir Baugur Group Capital og verður rekið á sjálfstæðan hátt. Hið nýja félag, BG Capital, er stofnað í kringum viðskiptahugmynd, sem Jón Scheving lliorsteinsson og Andrew Manders, fyrrum starfsmaður KPMG, hafa unnið að með Baugi Group og öðrum flárfestum að undanförnu. Andrew Manders er einn af þeim starfsmönnum KPMG sem hafa reglulega unnið í verkefnum fyrir Baug. Minni stöður Baugs verða lagðar inn í félagið sem framlag Baugs - sem og hlutafé frá Baugi og öðrum. Baugur Group Capital er sér- stakt fjárfestingarfélag og verður rekið á sjálfstæðan hátt. Þeir Jón Scheving og Andrew munu auk þess sinna nokkrum tilgreindum verkefnum fyrir Baug Group. Aðferðafræðin frá Baugi Group verður nýtt áfram í BG Capital þannig að nýja félagið einbeitir sér að fjárfestingum í verslunargeiranum, en á mjög sérhæfðan hátt. Félagið mun í sumum tilvikum eiga hlutabréf, en um önnur bréf gerir það mismunasamninga (contracts for differences) við banka hér. „Við getum notað ijölbreyttar Jjármögnunaraðferðir sem m.a. gefa kost á skort- stöðum,“ segir Jón Scheving. Mismunurinn sem unnið er með er mismunur á kaupverði tiltekinn dag og þróun kaupverðs í tiltekinn tíma. Starfsemin minnir um margt á „hedgefúnds" nema að fyrirtækið er fjárfestingafélag, ekki sjóður. „Félagið er sprotafyrirtæki, sprottíð upp úr hluta af þvi sem við höfum verið að bjástra við hjá Baugi undanfarin ár og við álítum að þetta sé skemmtileg viðskipta- hugmynd, þar sem sérþekking okkar muni nýtast vel.“ 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.