Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 83

Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 83
BÍLAR Kftir Vigdísi Stefánsdóttur sem kemur út FIB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, er hagsmunafélag og neytendasamtök bifreiðaeigenda og hefur starfað frá árinu 1932. Starfsemi félagsins er margvísleg en hags- ^unagæsla bifreiðaeigenda og persónuleg þjónusta við félagsmenn eru tveir meginþættirnir. ,,Okkar hlutverk er að hafa áhrif á fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld til þess að aðstoða bifreiðaeigendur og gæta hags- muna þeirra," segir Runólfur Ólafsson, ffamkvæmdastjóri FÍB. „Við höfum gert samninga um hagkvæmar tryggingar fyrir félagsmenn okkar, rekum FÍB-aðstoð á höfuðborgar- svæðinu, Akureyri og Borgarnesi og nærsveitum, erum með lögfræðing sem veitir ráðgjöf og bifvélavirkjameistara sem fer yfir reikninga vegna viðgerða ef þarf og veitir ráðleggingar begar upp koma ágreiningsmál vegna bílakaupa. Við gerum stöðugt gæðakannanir og verðkannanir og í blaðinu okkar, flórum sinnum á ári, er ijallað um ýmis hagsmuna- tengd mál ásamt því sem er að gerast í bílheimum. FIB- félagar og tjöl- skyldur þeirra hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbbi heims, „Show your Card!" FÍB-félagsskírteinið gefur afslætti á um 70.000 stöðum." Það er ótvíræður hagur af því að vera félagsmaður í FÍB. FIB hefur með skeleggri framgöngu barist fyrir lækkun skatta á bíla, eldsneytisverðs og trygginga samhliða því að bæta persónulega þjónustu við félagsmenn. Félagsmenn eru nú um 16.000 talsins. 33 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Mynd: Geir Ólafsson Félag bifreiðaeigenda Heimasíður fyrir bílaáhugamenn www.caranddriver.com Samantekt: Vigdís Stefánsdóttir Www.car.com er síða þar sem fá má upplýsingar um bíla sem eru til sölu í Ameríku. Þegar gengi dollars er jafn lágt og raun ber vitni er þetta hugsanlega væn- legur kostur. Lúxusbíllinn Jagúar er draumabíll margra. Heimasíðan er auðvitað www.jaguar.com. Annar lúxusbíll er Lotus og upplýsingar um hann er að finna hér: www.lotuscars.com. Volvo - fasteign á hjólum, var eitt sinn sagt. Volvo er með nlþjóðlega heimasíðu - www.volvo.com, og hægt er að velja um land og áhugamál innan Volvo. Chrysler, bíllinn sem sameinar virðuleika og sport, á sér heimili hér: www.chrysler.com. Á Supercars geta bílaáhugamenn skipst á skoðunum, rætt saman og fundið upplýsingar um allar gerðir bíla. Sjaldgæfa bíla, dýra bíla, frumlega bíla og svo framvegis. Sannkallað bílahimnaríki ef það er til en þeir sem hafa áhuga á bílnum sem listmun eða hafa gert úr honum listmun ættu að skoða þessa síðu: http://www.armory.com/mailman/listinfo. cgi/bm-artcars. Tímaritin eiga sér síðu líka. Hér er tímarit um sportbíla: www.artcars.com, annað um bíla almennt www.carand driver.com og síða þar sem m.a. má sjá ýmiss konar módel af bílum auk hlekkja í bílasölur, bækur um bíla og fréttir. 33 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.