Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 84

Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 84
BÍLAR Marinó Björnsson, forstöðumaður bílasölu Heklu. Mynd: Geir Ólafsson Eftir Vigdisi Stefánsdótfur Það er gaman að eiga fallegan og vandaðan bíl og ekki er verra ef hann er nýr. Með breyttum áherslum bílaumboða og með rekstrarleigum hefur opnast sá möguleiki einstaklinga enn frekar að aka um á nýjum bíl. „Hjá okkur er margt að gerast þessa dagana, enda hefur verið mikið og sívaxandi annríki hjá okkur,“ segir Marinó Björnsson, forstöðumaður bflasölu hjá Heklu. „Við eigum von á því að markaðurinn í heild vaxi um 12-16% frá því í íýrra og spannar rúm 50 ár og flestir sem komnir eru á miðjan aldur hafa einhvern tíma á lífsleiðinni átt slikan bíl eða í það minnsta náinn ættingi. Ný kynslóð Volkswagen Golf var kynnt helgina 13.-14. mars en bfllinn fékk gullna stýrið í Þýskalandi nýverið og í breska tímaritinu WhatCar var hann kjörinn bíll ársins. Golfinn hefur einnig fengið verðlaun iyrir öryggisbúnað og skipar sér þar með í flokk öruggustu þfla. „Þessi bíll er stærri en íýrirrennari hans og mun betur búinn," segir Marinó. „Golfinn var íýrst framleiddur fýrir 30 árum og varð þá strax verðugur arftaki „Bjöllunnar" sem var lýrsti fjöldaframleiddi VW bílinn.“ Sá Goif sem nú hefur verið kynntur er fimmta kynslóð af bílnum. Aðrir bílar Ásamt Volkswagen og Audi býður Hekla breiða línu aldrifsbíla en Marinó segir sífellt fleiri kjósa slíka bíla. „Það hentar vel á Islandi að vera með fjórhjólabíla," segir hann. Jepplingar eins og Mitsubishi Outlander seljast alltaf vel en líka aðrar tegundir tjórhjólabíla. Hvað lúxusklassann varðar hefur nýr jeppi, VW Touareg, fengið frábærar móttökur og er hann boðinn með stærstu dísilvél sem er á markaðnum í slíkum bílum. Sú vél er 10 cyl., 313 hö. og með gríðarlegt tog, auk þess eru í þoði 5 cyl. dísilvél og 6 og 8 cyl. bensínvélar. Skódinn kemur sterkur inn og eykur stöðugt hlutdeild sína á markaðnum. Frá Mitsubishi kemur nýr Colt á miðju þessu ári. Við höfum ekki verið með hann undanfarin ár en sá sem kemur nú er nýr og gjörbreyttur til endurfunda við vandláta kaupendur smærri bíla. Hekla Gott bílasumar framundan ætlum að auka markaðs- hlutdeild okkar, við erum með um 21% það sem af er árinu.“ Marinó hefur ástæðu til að vera bjartsýnn. Hekla hefur umboð týrir mörg af þekktustu merkjum bifreiða og þessa dagana eru að koma nýjar og breyttar árgerðir flestra þeirra. „Ef við byijum á Audi, var stórglæsilegur lúxusbfll, A-6, kynntur á bílasýningunni í Genf,“ segir Marinó. Sá hefur 335 hestafla, 4,2 V8 bensínvél og 225 hestafla, 3,0 V6 dísilvél. Við fáum hann í sumar og höfum nú þegar fengið pantanir því Audi á sér tryggan hóp aðdáenda. Á svipuðum tíma fáum við A-3 bíl sem fram til þessa hefur aðeins fengist 3 dyra, en hann kemur nú 5 dyra í mjög sportlegri útgáfu. Volkswagen Að öðrum bílum ólöstuðum er Volkswagen sú tegund bíla sem Hekla er þekktust fýrir. Saga bílsins hjá Heklu Sendibílar Voikswagen er ekki aðeins vinsæll sem fólksbíll, heldur einnig sem sendibfll. Volkswagen Transporter og Volks- wagen Shuttle eru báðir vinsælir. Transporter hefur að sögn Marinós verið einn vinsælasti sendi- og fólksflutn- ingabíllinn hér á landi frá árinu 1991. „Hann tekur 9 manns sem fólksflutningabfll og er nú kominn nýr og gjörbreyttur hingað. Minni sendibíll, VW Caddy, verður kynntur í þessum mánuði, verktakar og einyrkjar nota þennan bíl en hann þykir henta með afbrigðum vel, vera týrirferðarlítill en með gott pláss og verðið frábært. Það er vinsælt að fá hann á rekstrarleigu eða kaupleigu þar sem þá þurfa rekstraraðilar ekki að láta út mikið fé í upphafi heldur hafa bara fasta greiðslubyrði mánaðarlega.“ Marinó segist bjartsýnn hvað bílasölu Heklu varðar á þessu ári og segir lýrirtækið koma sterkt inn og sjá fram á talsverða aukningu á árinu. 33 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.