Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 15
MORGUNN
9
œrlegir, lifa lífinu lifancli. AÖeins í þeim logar og bálar eldur
kœrleikans. En einnig þeim er lífið samfelld barátta, heilagt
stríð — heilög uppgjöf í þjónustu lífsins.
Ekki tala ég hér sem sigurvegari, heldur eins og sá, sem
sífellt krýpur þeirri kröfu, sem hann rís þó ekki undir. Ekki
sem réttlátur, heldur sem mannlegur brotaleir, sem allt sitt
á undir náð og miskunn, en ekki verðleikum. Oft hef ég
hugsað: ,,Nei, nei! ég er ekki rétti maðurinn, nei, ekki ég!“
Þá hef ég stundum heyrt rólega rödd segja: „Vinur, hversu
rnikíb gcrðisí í heiminum, ef allir þeir, sem synd hafa drýgt,
legðu niður störf fyrir mig?“ Gegnum Hann, sem þannig tal-
ar til mín í djúpi hjartans, finn ég aftur gleði mína, styrkinn
og sjálfsvirðinguna. Ég þekki ekki aðra leið til Ijóssins aftur
en þessa, að skynja smæð sína og endurfinna styrk og yl
kærleikans í þeim, sem segir: „Komið til mín!“ Þetta er ein-
föld lífsreynsla og þó að ég held, eina leiðin til betra lífs í
bjartari heimi.
Vorkvöld
Á ferð fyrir Hvaifjörð um sólarlag.
Alvalds ritar hulin hönd
á hauðrið geislastafi.
Loga tindar, ljómar strönd,
lýsir að yzta hafi.
S. V.