Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 19

Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 19
MORGUNN 13 hins stuðlaða og rímaða máls. Tungan sjálf öðrum þjóðtung- um auðugri, sterkari, snjallari og mýkri, lagði okkur svo að segja sjálf ljóð í munn. Ég held að fullyrða megi, að engin þjóðtunga veraldar, hvorki fyrr né síðar, hafi gefið mögu- leika til þess að skapa hugsuninni í ljóði sterkara, áhrifa- meira, glæsilegra og fullkomnara form en íslenzkan. Samt sem áður teljum við okkur nú í vaxandi mæli vera þess um- komna að kasta þessu töframagnaða tjáningarformi, þess- ari náðargjöf, sem tungan hefur veitt okkur og gefið um- fram aðrar þjóðir, kasta þessu burt eins og hverju öðru slitnu fati, sem komið er úr móð, en apa rímleysuna eftir öðrum þjóðum í staðinn. Að sjálfsögðu er unnt að setja fram hugsun, einnig skáldlega hugsun, í óbundnu máli. En sterk- ustum tökum nær hún því aðeins, að hún sé ekki klædd í tötra hversdagsmælginnar, heldur búin drottningarskrúða hins stuðlaða og rímaða máls. Þá vekur hún verðskuldaða athygli. Þá nýtur hún sín til fulls. Þá gleymist hún ekki. Þá öðlast hún eilíft líf. Og ég er ennþá að vona það, þrátt fyrir allt, að við bemm gæfu til þess að glata aldrei ljóðinu, því að það er þjóðlegasti og dýrasti fjársjóðurinn sem við eigum, næst sjálfri tungunni. 'Ég er að vona, að okkur hendi aldrei sú ógæfa að gera spásögn Einars Benediktssonar að mai’k- leysu: Falla tímans voldug verk valla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. En hvað er að segja um aðra listasköpun, málaralist okk- ar og höggmyndalist? Einnig á því sviði hefur þjóðinni hlotnazt náðargjöf umfram aðrar þjóðir. Guð hefur gefið henni land, sem sennilega á engan sinn lika að fegurð og tign, litauðgi og ljóma. Land, sem er í sannleika lifandi og eilíft listaverk. Þess vegna á það að geta kveikt í sálum okk- ar neista þjóðlegrar, skapandi listar, og hlýtur raunar að gjöra það. Á þessum sviðum eigum við því hvorki að þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.