Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 75

Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 75
MORGUNN 69 unnar, en aðeins í dálítið fágaðra formi svona á yfirborðinu. Hinu get ég ómögulega fengið mig til að trúa, að það sé eitthvert iífslögmál og eðlisnauðsyn, að maðurinn noti vit sitt, hæfileika og snilli til þess að gera sig að ógæfusamasta og versta kvikindi jarðarinnar, noti þetta í þjónustu hausts- ins, eyðileggingarinnar og dauðans, í stað þess að beita þessu í þágu vorsins, vaxtarins og gróandans. Við látum helming mannkynsins svelta. Við höfum öll skilyrði til þess að geta ráðið verulega bót á þeim hörmungum. Þess í stað notum við vélar okkar, vinnuafl og fé til þess að smíða ný og öflugri morðvélar og eyðileggingartæki til þess að geta drepið og limlest það fólk og lagt eigur þess og verðmæti í rústir, sem hungur og næringarskorts sjúkdómar hafa ekki ennþá lagt að velii. Við ræðum um það, að þessi tækni sé nú orðin slík, að unnt sé jafnvel að eyðileggja allt mannlíf hér á jörð á skammri stund að minnsta kosti svo að ekki lifi eftir nema fáeinir vanskapaðir krypplingar. Og margir lærðustu vís- indamenn halda því fram, að við séum á góðri leið með það að eyðileggja og eitra svo bæði vatnið og andrúmsloftið, að jörðin geti áður en varir orðið að sviðinni auðn. Er ekki kominn tími til að snúa frá slíkri helstefnu? Er ekki kominn tími til þess, að vormerkin taki að sjást í sjálfu mannlífinu? Og er það ekki augljóst mál, að viti og hæfi- leikum mannsins hlýtur að vera unnt að beita í þjónustu vorsins og gróandans engu síður en í þágu haustsins og eyði- leggingarinnar? Og þetta þolir ekki langa bið úr þessu. Það ætti hverjum hugsandi manni nú að vera orðið ljóst. ,,Hvað vannstu drottins veröld til þarfa? Þess verður þú spurður um sóiarlag“. Og ég er einnig sannfærður um það, að innsta þrá manns- ins er sú, að starfa að og skapa þau verðmæti, sem varanlegt gildi hafa. Innsta þráin er sú, að gróa og verða vaxandi mað- ur og batnandi. Hver stund ævinnar er ónýt og einskis virði, ef við ekki sjálf gefum henni það innihald, sem hefur varanlegt verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.