Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 75
MORGUNN
69
unnar, en aðeins í dálítið fágaðra formi svona á yfirborðinu.
Hinu get ég ómögulega fengið mig til að trúa, að það sé
eitthvert iífslögmál og eðlisnauðsyn, að maðurinn noti vit
sitt, hæfileika og snilli til þess að gera sig að ógæfusamasta
og versta kvikindi jarðarinnar, noti þetta í þjónustu hausts-
ins, eyðileggingarinnar og dauðans, í stað þess að beita þessu
í þágu vorsins, vaxtarins og gróandans. Við látum helming
mannkynsins svelta. Við höfum öll skilyrði til þess að geta
ráðið verulega bót á þeim hörmungum. Þess í stað notum við
vélar okkar, vinnuafl og fé til þess að smíða ný og öflugri
morðvélar og eyðileggingartæki til þess að geta drepið og
limlest það fólk og lagt eigur þess og verðmæti í rústir, sem
hungur og næringarskorts sjúkdómar hafa ekki ennþá lagt
að velii. Við ræðum um það, að þessi tækni sé nú orðin slík,
að unnt sé jafnvel að eyðileggja allt mannlíf hér á jörð á
skammri stund að minnsta kosti svo að ekki lifi eftir nema
fáeinir vanskapaðir krypplingar. Og margir lærðustu vís-
indamenn halda því fram, að við séum á góðri leið með það
að eyðileggja og eitra svo bæði vatnið og andrúmsloftið, að
jörðin geti áður en varir orðið að sviðinni auðn.
Er ekki kominn tími til að snúa frá slíkri helstefnu? Er
ekki kominn tími til þess, að vormerkin taki að sjást í sjálfu
mannlífinu? Og er það ekki augljóst mál, að viti og hæfi-
leikum mannsins hlýtur að vera unnt að beita í þjónustu
vorsins og gróandans engu síður en í þágu haustsins og eyði-
leggingarinnar? Og þetta þolir ekki langa bið úr þessu. Það
ætti hverjum hugsandi manni nú að vera orðið ljóst.
,,Hvað vannstu drottins veröld til þarfa?
Þess verður þú spurður um sóiarlag“.
Og ég er einnig sannfærður um það, að innsta þrá manns-
ins er sú, að starfa að og skapa þau verðmæti, sem varanlegt
gildi hafa. Innsta þráin er sú, að gróa og verða vaxandi mað-
ur og batnandi.
Hver stund ævinnar er ónýt og einskis virði, ef við ekki
sjálf gefum henni það innihald, sem hefur varanlegt verð-