Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 79
MORGUNN
73
Þegar minnzt er hálfrar aldar starfs Sálarrannsókna-
félags Isiands og brautryðjenda þess hér næsta áratuginn
þar á undan og þeirrar tortryggni og hleypidóma, sem þá
óðu uppi um þessi mál, þá verður okkur ennþá augljósari sá
árangur, sem starf þess hefur þegar borið og sú gjörbreyt-
ing, sem það hefur valdið á viðhorfi manna til þessara mála.
Jafnframt skal þó fúslega játað, að þetta félag hefur af ýms-
um og auðskiljanlegum ástæðum ekki haft bolmagn eða fé
til þess að reka sjálfstæðar, vísindalegar tilraunir á þessum
sviðum í þeim mæli, sem æskilegt hefði verið. Starfið hefur
því meira verið fólgið í því að kynna erlendar rannsóknir og
niðurstöður þeirra.
Þeim rannsóknum hefur fleygt óðfluga fram á þessu ára-
bili. Erlend sáiarrannsóknafélög höfðu þar forustuna fram-
an af. Mörg þeirra höfðu heimsfrægum vísindamönnum á að
skipa og þeirra rannsóknir vöktu alþjóðaathygli, sem farið
hefur sívaxandi. Nú er svo komið, að við fjölmarga háskóla
víðsvegar um hinn menntaða heim hafa verið settar á fót
sérstakar vísindastofnanir eða deildir til þess að rannsaka
hin sálrænu og dulrænu fyrirbæri og hæfileika einstakra
manna á þeim sviðum. Og skal ekki nánar farið út í það hér.
Víst væri það æskilegt, og áreiðanlega brýn nauðsyn og
meiri en margir hyggja, að sett yrði á stofn við okkar unga
Háskóla sérstök deild eða prófessorsembætti í þeirri grein,
sem nefnd er dulsálarfræði eða djúpsálarfræði (parapsycho-
logi), sem í raun og veru er aðeins nýtt nafn á því, sem áður
hefur verið nefnt sálarrannsóknir. Væri vel, ef þetta framtak
háskólastúdenta að fá hinn ágæta miðil Hafstein Björnsson
til þess að kynna þar þessi mál, gæti orðið til þess að flýta
fyrir þvi, að rannsóknarstofnun á þessum mikilvæga þætti
vísindanna yrði komið þar á fót. En að þvi hlýtur að draga,
hvort sem er, fyrr eða seinna.
S. V.