Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 51
MORGUNN
45
lýst svo, að miðillinn hafi heyrzt stynja sárt og þungt inni í
byrginu. Litlu síðar var próf. Haraldur Níelsen beðinn að
koma inn í byrgið. Talaði þá ,,Mika“, stjórnandinn, af vörum
miðilsins og sagði, að það, sem haft hafði verið í frammi,
gæti valdið tjóni, eigi aðeins miðlinum heldur og fundar-
mönnum, því hann safni krafti frá þeim öllum. Gefur hann
leyfi til, að fundarmenn megi fara út úr tilraunastofunni.
Eftir að þeir próf. Haraldur og Einar H. Kvaran höfðu
stumrað yfir miðlinum um stund inni í byrginu, segir
„Mika“, að í tilefni af efasemdum þeim, sem komið hafi
fram á fundinum, óski hann þess, að leitað sé á miðlinum
vandlega. Fer þá Einar Kvaran út úr byrginu og náði í Jósef
Björnsson frá Svarfhóli. Síðan segir svo orðrétt í skýrslu
þeirra:
,,Nú færðu þeir þrír miðilinn frammi í stofunni úr öllum
fötum, skóm og sokkum, unz hann sat allsnakinn í stól í stof-
unni, en lögðu yfir hann „slobrok", er E. H. Kvaran sótti
inn í svefnherbergi sitt. Því næst rannsökuðu þeir fötin inn-
an og utan, fóru ofan í alia vasa og gættu að rifum (þ. e.
hvort nokkurs staðar væri rifa á fati eða slíkt) og saumum;
rannsökuðu þeir fóðrin svo vel, sem þeir höfðu vit á. Þá
rannsökuku þeir byrgið og tjöldin og það dyratjald, sem var
rétt við byrgið; sömuleiðis lyftu þeir upp teppinu á gólfinu
góðan spöl út fyrir byrgið; ennfremur rannsökuðu þeir stói-
inn í byrginu og stólinn, sem stóð næstur sæti miðilsins i
byrginu, þann, er frú Kvaran hafði setið á og hugsanlegt
var, að miðillinn hefði getað náð til með hendinni úr byrg-
inu.
Árangur af þessari rannsókn var, að í vösum miðilsins
fannst hnífur, lítil naglaskæri og tveir velktir, hvítir vasa-
klútar af mismunandi gerð, annar í brjóstvestisvasa, fremur
lítill, hinn í buxnavasa, venjulegur léreftsklútur".
Skýrslan í heild er undirrituð af þeim þremenningunum,
og er hana að finna , Morgni V. árgangi, bls. 47—49.
Til viðbótar þvi, sem frá hefur verið sagt af fundi þessum,
skal þess getið, að í fundarskýrslu félagsins segir, að þegar