Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 44
38 MORGUNN Eftir að hætt var að syngja, sátum við hljóð nokkra stund. Þá segir Einar Nielsen: „Ertu þarna, Knútur?“ — Knútur er fimmtán ára gamall piltur, sem stjórnar að hand- an þessum hreyfifyrirbærum hjá Nielsen. Þegar í stað voru slegin þrjú greinileg högg undir borðinu. Þannig var Knút- ur jafnan vanur að gera fyrst vart við sig. Síðan urðum við þess vör, að hann væri á gangi í kring um borðið fyrir aftan okkur. Hann klappaði okkur vingjarnlega á herðarnar, eins og hann væri með því að heilsa okkur. „Hér er norskur gestur hjá okkur í kvöld“, sagði Nielsen, „og nú verður þú að láta sjá, hvað þið getið“. Og það stóð ekki á svarinu. Ég fann þegar í stað litla og mjúka hönd, sem strauk mér um kinnina og síðan niður eftir hálsinum, út á öxlina, niður allan handlegginn og alveg fram á fingur- góma. Mér fannst helzt, að þetta væri hönd barnungrar stúlku. Þessi hönd klappaði mér einnig vingjarnlega á herð- t arnar. Nú leið ekki á löngu þar til munirnir á borðinu tóku að hreyfast. Það kviknaði á vasaljósinu af sjálfu sér og það tók að svífa í hringi hátt yfir borðinu, stundum alveg upp við stofuloftið, og við og við lýsti það beint framan í okkur. Spiladósin sveif til og frá um stofuna og lék þar lögin sín. Bjalla, sem stóð á borðinu tók að hringja, göngustafurinn með sjálflýsandi handfanginu reis upp á endann og datt sið- an niður rétt fyrir framan hendurnar á mér. „Sýndu okkur á þér höndina“, sagði einhver. Og í sömu svipan fór spjaldið á loft, sem fosfórbiandan var á öðrum megin. Og á spjaldinu sáum við greinilega tvær hendur. Var k önnur þeirra stærri, en hin lítil barnshönd. Síðan sveif spjaldið í lausu lofti fram og aftur og síðan niður á borðið. „Skrifaðu nú fyrir okkur bréf til norsku konunnar, Knút- ur“, sagði ein konan við borðið. Og nú reis blýanturinn upp á endann og tók að skrifa. Síðan var örkin rifin af blokkinni og brotin vandlega saman. Að því búnu var henni skotið inn undir hægri hönd mína, sem hvíldi á borðinu og hélt um hönd þess, sem næstur mér sat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.