Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 44
38
MORGUNN
Eftir að hætt var að syngja, sátum við hljóð nokkra
stund. Þá segir Einar Nielsen: „Ertu þarna, Knútur?“ —
Knútur er fimmtán ára gamall piltur, sem stjórnar að hand-
an þessum hreyfifyrirbærum hjá Nielsen. Þegar í stað voru
slegin þrjú greinileg högg undir borðinu. Þannig var Knút-
ur jafnan vanur að gera fyrst vart við sig. Síðan urðum við
þess vör, að hann væri á gangi í kring um borðið fyrir aftan
okkur. Hann klappaði okkur vingjarnlega á herðarnar, eins
og hann væri með því að heilsa okkur.
„Hér er norskur gestur hjá okkur í kvöld“, sagði Nielsen,
„og nú verður þú að láta sjá, hvað þið getið“. Og það stóð
ekki á svarinu. Ég fann þegar í stað litla og mjúka hönd,
sem strauk mér um kinnina og síðan niður eftir hálsinum,
út á öxlina, niður allan handlegginn og alveg fram á fingur-
góma. Mér fannst helzt, að þetta væri hönd barnungrar
stúlku. Þessi hönd klappaði mér einnig vingjarnlega á herð- t
arnar.
Nú leið ekki á löngu þar til munirnir á borðinu tóku að
hreyfast. Það kviknaði á vasaljósinu af sjálfu sér og það
tók að svífa í hringi hátt yfir borðinu, stundum alveg upp
við stofuloftið, og við og við lýsti það beint framan í okkur.
Spiladósin sveif til og frá um stofuna og lék þar lögin sín.
Bjalla, sem stóð á borðinu tók að hringja, göngustafurinn
með sjálflýsandi handfanginu reis upp á endann og datt sið-
an niður rétt fyrir framan hendurnar á mér.
„Sýndu okkur á þér höndina“, sagði einhver. Og í sömu
svipan fór spjaldið á loft, sem fosfórbiandan var á öðrum
megin. Og á spjaldinu sáum við greinilega tvær hendur. Var k
önnur þeirra stærri, en hin lítil barnshönd. Síðan sveif
spjaldið í lausu lofti fram og aftur og síðan niður á borðið.
„Skrifaðu nú fyrir okkur bréf til norsku konunnar, Knút-
ur“, sagði ein konan við borðið. Og nú reis blýanturinn upp á
endann og tók að skrifa. Síðan var örkin rifin af blokkinni
og brotin vandlega saman. Að því búnu var henni skotið
inn undir hægri hönd mína, sem hvíldi á borðinu og hélt um
hönd þess, sem næstur mér sat.