Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 49
MORGUNN
43
Ég læt það svo skynsömum og gætnum lesendum eftir að
mynda sér skoðun á því, hvort þeim virðist þyngra á metun-
um, yfirlýsingar hinna ágætustu manna innlendra og er-
lendra, gefnar af loknum rannsóknum á fjöldamörgum
fundum um margra mánaða skeið, studdum auk þess af ljós-
myndum af fyrirbærunum, eða skyndiathugun hinna norsku
manna, þar sem auk þess bókstaflega ekkert kemur fram,
sem sannar svik á þennan miðil.
Næst kom E. Nielsen hingað í ársbyrjun 1931 og var hér í
sex vikur. Skýrslur um þessa fundi brtust í Morgn XII. érg.
1931, bls. 51—83.
Síðast kom E. Nielsen á vegum Sálarrannsóknafélagsins
árið 1947 um haustið. Frá þeim fundum er skýrt í Morgni
XXVIII. árg. 1947, bls. 96—125. Skýrslurnar frá þessum
fundum eru í fullu samræmi við frásögn frú Sigríðar Kiel-
land hér að framan og staðfesta það, sem raunar var öllum
vitanlegt, sem til þekkja, að hún skýrir þar satt og rétt frá,
enda fundirnir henni í fersku minni, þar sem hún skrifar
grein sína örstuttu eftir að hún hafði orðið vitni að þessum
atburðum. — Þýð.
III.
Grunaður um svik hér.
I sambandi við dvöl Nielsens hér á vegum S.R.F.l. vetur-
inn 1924, kom fyrir atvik, sem miklu umtali olli og ýmsir
töldu vera vott um svik af hálfu miðilsins. Þykir mér rétt
að skýra frá þessu atviki svo satt og rétt sem unnt er sam-
kvæmt þeim heimildum, sem til eru þar um frá fyrstu hendi
og ekki er unnt að véfengja.
Þriðji fundurinn var með Nielsen har haldinn á heimili
Einars H. Kvarans rithöfundar þann 13. febrúar 1924. Með-
al margra fundargesta var frú Sigríður Þorláksdóttir,
greind kona og merk. Frásögn hennar af fundinum, löng og
ítarleg, birtist í Morgunblaðinu. Kveðst hún hafa skráð
skýrslu þessa þegar daginn eftir fundinn. Hún segir, að á