Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 28
22
MORGUNN
á að geta gert þetta auðveldara nú en nokkru sinni áður, ef
henni er til þess beitt af fullum krafti og skynsemd. Reynsl-
an hefur sannað mátt fjölmiðlunartækjanna og tækn-
innar til þess að hrinda af stað styrjöldum og ofbeldi, kúgun
og hatri, og áhrifamátt þeirra í þjónustu valdafíknarinnar
og fjárgræðginnar. Hvers vegna ætti þá ekki að vera unnt
að beita þessum áhrifamiklu tækjum í þjónustu gróandans,
þjónustu þroska og manngöfgi, villuráfandi mannkyni tii
hamingju og blessunar og bjargar, ef við bara viljum og
fengjum séð það gleraugnalaust, að það stendur okkur öllu
nær og mundi færa okkur meiri vinning heldur en að verja
milljörðum dollara til þess að skjóta tveim eða þrem hræð-
um upp í tunglið.
Getur annars nokkrum heilvita manni komið það til hug-
ar í alvöru eða sætt sig við þá hugsun, að manninum hafi
verið gefið vit og mál, honum lögð trúarhvötin og eilífðar-
þráin í brjóst, veitt andans sýn til háleitustu takmarka,
fengið frelsi til þess að velja og hafna og á þann veg að ráða
sjálfur að verulegu leyti þroska sínum og þróun og bera
ábyrgð á henni — getur nokkur haldið það í fullri alvöru,
segi ég — að hann hafi þegið svo undursamlegar og dýrleg-
ar gjafir til þess að smíða kjarnorkusprengjur til eyðilegg-
ingar og jafnvel gjöreyðingar sjálfum sér, eða til þess að
skapa sjálfur sjálfum sér það ástand öngþveitis og upplausn-
ar, sem nú ríkir í þjóðfélögunum og í lífi einstaklinganna
sjálfra? Ætli okkur sé ekki nær að viðurkenna það, sem rétt
er, að við höfum farið að eins og heimskingjar, misnotað
gjafir Guðs og manna, látið ginnast til þess að taka fánýtar
umbúðir fram yfir kjarnann, látið herfilega blekkjast og
leitað hamingjunnar á þeim leiðum, þar sem hana er ekki
að finna.
„Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis", sagði Jesú, ,,og
þá mun allt annað veitast yður að auki“. Þessi orð eru ekki
innantómar umbúðir. Þetta er hinn lifandi frjói kjarni, líf,
andi og sannleikur.
Og þetta guðs ríki er ekki hér eða þar. Það á ekkert skylt