Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 46

Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 46
40 MORGUNN þar var komin önnur taska í staðinn, sem ég kannaðist ekk- ert við. Og í þeim svifum segir ein fundarkonan: „Ég er hér með einhverja bráðókunnuga tösku, en hvar er mín?“ Þetta vakti kátínu og hlátur, enda bættust þá fleiri glett- ingar við af svipuðu tagi. Næst var lesið bréfið, sem ég hafði fengið á fundinum. 1 því stóðu stuttar kveðjur til ýmissa fundargesta. Á þeim voru margar ólíkar rithendur, og nöfn undir hverri kveðju. Þetta var stórmerkilegt. Knútur hafði skrifað sína kveðju með prentletri og eintómum upphafsstöfum. Kveðja frá aldraðri konu var rituð með smárri og fínlegri skrift. En kveðjan til mín, sem var frá vini mínum, sem látinn var fyrir 30 árum, var skrifuð með stórri og mjög greinilegri skrift. Ég kannaðist mæta vel við þessa skrift. Og við sam- anburð í Osló sýndi það sig, að um það var engum blöðum að fletta. Þetta var mjög ánægjulegur og beinlínis skemmtilegur fundur. Og nú kunna einhverjir að spyrja, hvaða gagn sé að svona fundum. Vissulega var hann merkilegur á sinn hátt vegna þess, að hann sýndi, að þarna stóðu vitsmunaverur að baki, sem vegna þeirra skiiyrða, sem þarna voru fyrir hendi, gátu notað kraftinn til þess að færa sönnur á, að þær væru þarna nálægar og gætu haft samband við okkur. Og um svona áþreifanlega viðburði, er ekki unnt fyrir neinn, hversu efagjarn sem hann er, að koma fram með hin venju- legu slagorð um, að þeir séu ekkert annað en fjarhrif eða sjálfsblekking. Að lokum þetta. Hvernig er nú þessi Einar Nielsen, mað- urinn, sem þegið hefur þessa sjaldgæfu hæfileika, að geta komið á sambandi á milli hins sýniiega og ósýnilega heims? Hann er mjög aðlaðandi maður, og iætur síður en svo á því bera, að nokkuð sé dulrænt í fari hans. Hann er mjög blátt áfram, glaðlegur og frjálslegur í framkomu og kann vel að meta það, sem broslegt er og fyndið. Það kom skýrt í ljós af þvi, sem hann sagði um þær saklausu glettur, sem okkur höfðu verið gerðar á fundinum. En ekki þarf lengi að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.