Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 16
Sveinn Víkingur:
Umbúðir og kjarni
☆
Fyrir nokkrum árum mátti víða fá í verzlunum í höfuð-
stað landsins og sennilega víðar sérkennilegar kerlingar og
ætlaðar börnum, til að leika sér að. Þetta voru skrautmál-
aðar, bústnar og digrar matrónur. En það, sem þó var einna
sérkennilegast við þær var, að þær mátti skrúfa í sundur eða
opna líkt og venjulega bauka, og kom þá í ljós önnur kerling
ofurlítið minni, og þannig koll af kolli. En þegar innsta og
minnsta kerlingin var opnuð, kom í ljós, að hún var tóm —
galtóm. Þar var ekki að finna svo mikið sem eina karamellu
eða brjóstsykursmola. Börnin urðu því fyrir nokkrum von-
brigðum. Eigi að siður dunduðu þau við að leika sér að þess-
um tómu hulstrum.
Ég get ekki neitað því, að þessar sællegu og litskrúðugu
kerlingar hafa stundum minnt mig á og orðið mér eins kon-
ar táknmyndir þess velferðarþjóðfélags, sem hér hefur orð-
ið til á siðari árum og þess lífs, sem við nú lifum og stærum
okkur af. Með þessu er ég þó ekki að halda því fram, að lif
okkar sé aðeins umbúðir, umbúðir um ekki neitt. Svo slæmt
er það nú ekki, sem betur fer. En hitt fær þó engum sjáandi
og hugsandi manni dulizt, að umbúðirnar um alla skapaða
hluti eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri, margfaldari og
skrautlegri, og að það eru fyrst og fremst þær, sem við aug-
unum blasa, hvert sem litið er. Og þegar svo er komið, er
að sjálfsögðu fyrir hendi hættan á því, að hugsanir okkar
taki meira og meira að snúast um umbúðirnar, en minna um
það, hvað í þeim er. Þetta á ekki eingöngu við um hlutina í
kring um okkur. Þetta á einnig við um okkur sjálf. Þar er
einnig meira og meira hugsað um ytra borðið, fötin, sem við