Morgunn - 01.06.1984, Side 6
4
MORGUNN
vísindagreinar með sér frœkorn sem, ef aö líkum lœtur, mun
blómstra i nýjum greinum visinda. 1 eðlisfrœði, stjarneðlis,
sálarfrœði og líffrœði eru vísindamenn i fremstu röð farnir
að leita svara innan sinna greina, við spurningum heim-
spekilegs og jafnvel trúarlegs eðlis.
T.d. hefur hin smæðsta lifvera (fruma) greind? Hvaða
vitrœna stjórn er á hinni geysilega flóknu gerð alheimsins?
Hvaða afl er það, sem tengir saman segul-raf og aðdráttar-
afl, öflin sem hálda jafnt atómi sem alheimi i skorðum?
Ef til vill er það lífið sjálft. Hvað er innsœi? Hvað er hug-
arorka?
Manni segir svo hugur um að ekki sé langt að bíða þar
til msindin verði að snúa rannsóknum sinum að mannin-
um, þ.e. að andlegu atgervi hans til að fá svör við spurn-
ingum um vitrœna sköpun og þá muni þaö leiða inn á
braut andlegra visinda.
Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hafa orðið rit-
stjóraskipti við ritið. Þór Jakobsson, sem verið hefur rit-
stjóri sl. fjögur ár, hefur hætt ritstjórn og þakkar stjórn
SRFÍ lionum gott og óeigingjarnt starf. Ritið er seint á
ferðinni núna og eru lesendur Morguns beðnir vélvirðingar
á þessum drœtti, sem orsakast hefur af ýmsum óviðráðan-
legum orsökum.