Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 11

Morgunn - 01.06.1984, Page 11
SÁI.ARRANNSÓKNIR 9 Þar næst segir hún frá því að t.d. móðir fundarmanns, tiltekið skyldmenni eða kunningi sé látinn og lýsir útliti og ýmsum einkennum í fari hins látna, skapgerð eða öðru því sem fundarmaður gæti vitað um þann sem er í sam- bandinu. Þá gat hún oft um dánarorsök og í nokkur skipti nefndi hún einnig nöfn viðkomandi. Hún lýsti einnig fólki sem var í tengslum við þann látna og i þeim tilvikum virtist helst áberandi að fundarmaður þekkti ekki til við- komandi. 1 sumum tilvikum sagði hún hvernig fundarmað- ur gæti aflað sér vitneskju um að rétt væri farið með. Þá lýsti hún einnig atvikum sem nýlega hefðu gerst hjá fundarmanni. Kom það stundum skemmtilega á óvart, þeg- ar því hafði verið neitað ákveðið að tiltekið atvik hefði gerst, að fundarmaður mundi skyldilega eftir því að það sem Eileen nefndi, hafði einmitt átt sér stað fyrir nokkr- um kiukkustundum. Sem áhorfanda og hlustanda á þessum fundum virtist mér að hluti þeirra upplýsinga sem Eileen fær séu þannig að hún geti ekki alltaf sett þær fram sem staðhæfingar heldur þurfti hún sjálf að túlka að einhverju leyti samheng- ið og setja upplýsingarnar fram í spurnarformi. Oft var það þó að hún sagði frá því, sem hún sá og heyrði, án þess að vita hvað það táknaði. Sem dæmi má nefna að þegar hún hafði gefið mjög greinargóða lýsingu á aðila að handan, sem í öllum atrið- um var staðfest af fundarmanni að hann þekkti og vissi að væru réttar, sagði hún eitthvað á þessa leið: Ég skil þetta ekki en skyndilega er veriö að sýna mér flugvél sem flýgur í miklu skýjaþykkni. Fundarmaðurinn sem sambandið var við sagðist hins vegar skilja það vel því sá sem hún lýsti hefði verið flugmaður. f framhaldi af þessu kom svo enn nákvæmari lýsing hjá Eileen á ýmsu viðkomandi flugmanninum, sem farinn var, atriði sem einnig voru staðfest sem réttar upplýsingar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.