Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 14

Morgunn - 01.06.1984, Side 14
FRÉTTIR UTAN ÚR HEIMI: ERLA TRYGGVADÓTTIR: HVAÐ ER SPlRITISMI? Hér fer á eftir lausleg þýðing á grein eftir Brother John, sem birtist í vikuritinu Phychic New 23. júlí 1983. Phychic News er gefið út í Bretlandi og útbreiðsla þess er ca. 100 þúsund eintök. Brother John vill skilgreina spíritisma sem heimspeki og aðgreina hann frá sálarrannsóknum. Þessar greinar geta unnið saman og ein bætt upp það sem aðra vantar. 1. Sálarrannsóknir sem vísindi fela í sér kerfisbundna til- raun til að skýra þau lögmál sem standa á bak við dular- hæfileika, þ.e. hæfileika (skynjun) utan við hin 5 skiln- ingarvit mannsins. Það er mikilvægt að fólk skilji að það er ekkert heilagt, undursamlegt eða óvenjulegt við þessi vísindi, né þá eiginleika sem þau rannsaka. Það eru eiginleikar sem allir hafa sem fæðast í þennan heim. Og væi'u þessir eiginleikar í almennri hegðun manna ef ekki væri fyrir fordóma, fáfræði og hjátrú í mannlegum samfélögum. 2. Heimspeki (lífsviðhorf) spiritista byggist upp á sönnuð- um staðreyndum sálarvísinda og þeim staðreyndum má í stuttu máli lýsa á eftirfarandi hátt: / fyrsta lagi: Hinn svokallaði dauði er ekki endalok tilveru einstaklingsins.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.