Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 26

Morgunn - 01.06.1984, Síða 26
24 MORGUNN og bað mig að koma til sín á skrifstofuna sem ég og gerði. Hann tók upp miða sem fylgdi myndunum og las. Kölkun í neðstu hryggjarliðunum, svo sýna þær hryggskekkju neðst og taug sem klemmdist á milli þegar ég beygði mig eða teygði, og verð ég þá máttlaus. Sagði hann mér að hætta að taka pillurnar, sem hann hafði útvegað mér, og var mér alveg sama því þær gögnuðu ekkert. Læknirinn sagðist ekkert geta útvegað mér núna, þvi lítið væri hægt að gefa við þessu, og að kölkunin gæti tekið nokkur ár. En, sagði hann, ef þú verður afleitur, þá komdu aftur til mín. Ég þakkaði fyrir og fór, en hugsaði með mér að þetta gengi ekki svona. Þegar ég kom heim, þá tók ég símann og hringdi í SRFÍ og pantaði tíma hjá lækningamiðlin- um Unni Guðjónsdóttur. Konan við símann, var svo elsku- leg, að hún kom mér fljótt að. Ég var á dagvakt til ki. 4 en átti tíma kl. 5, var búinn að standa við vinnu frá kl. 8 um morguninn og var orðinn þreyttur í bakinu. Kl. 4 settist ég upp í bílinn, og ók til Reykjavíkur, lagði bílnum skammt frá Garðastræti 8. Þegar ég steig út úr bílnum, gat ég ekki staðið upp, og var á hækjum mínum þar til verkurinn var liðinn hjá, þá reisti ég mig upp og gekk nokkur skref, en datt aftur og aftur, þennan stutta veg að húsinu, en inn komst ég að lokum og átti mjög erfitt með að komast upp stigana. Þegar ég kom inn á skrifstof- una, var einn að koma út frá miðlinum og annar að fara inn, svo ég varð að bíða litla stund. Svo kom röðin að mér, tók miðillinn á móti mér með bros á vöru, bað mig að fara úr skónum og leggjast upp í dívan, fór höndum um iljarnar og fann ég hita og kulda leggja gegnum mig allan. Síðan kom miðillinn við bakið á mér, og lýsti hún þá verknum og öllu, eins og ég væri sjálfur að lýsa þessu. Svo kom hún með teppi, breiddi það yfir mig og bað mig að hvílast, hún fór fram og var ég einn eftir í herberginu. Ég féll í svefn og svaf vel og var ég hissa að ég skyldi hafa sofnað, því ég er ekki gjarn á að sofna á daginn. Ég vaknaði við að miðillinn kom inn

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.