Morgunn - 01.06.1984, Page 31
UM GERVIVÍSINDI
29
gerast einu sinni í tíma, og ekki aftur, sé ekki nauðsynlega
„óvísindi“ og vitnar loks til þess, að staðfesting á tilgátum
sé aldrei endanleg í neinum vísindum.
Dr. Erlendur tekur upp vörn fyrir dularsálfræðina sér-
staklega og greinir hana frá spíritisma, sem hafi aldrei
verið vísindi, heldur fyrst og fremst kenning. Hann getur
um merka fræðimenn íslenska, sem fengist hafi við sálar-
rannsóknir (dularsálfræði), og telur fráleitt, að rannsóknir
slíkra manna á einu sviði geti verið hjáfræði, ef rannsóknir
þeirra með sömu aðferðum á öðru sviði teljist til visinda.
„Samkvæmt þessum skilningi eru það viðfangsefni fremur
en aðferðir sem greina sundur visindi og gervivísindi, og
mun mörgum koma sá skilningur á óvart“ segir dr. Erlend-
ur. Hann lýkur máli sínu með þessum orðum: „Þegar jafn-
vel valinkunnir heiðursmenn og ektavísindamenn vaða
í feni fávísi og hleypidóma á einhverju sviði, sýnir það
ekki að einmitt þar sé nauðsyn vísindalegra rannsókna
og fræðslu?“
Nú er ekki alveg ljóst, til hverra þessi síðustu orð Erlends
eru töluð, en mig grunar, að ritstjórinn eigi þar sinn skerf.
Því fer fjarri að ég vilji styggja Erlend, sem ég tel heiðurs-
mann í hvívetna, en ég verð að taka þá áhættu, sem því
fylgir, að styðja við bakið á ritstjóra vorum í þessu máli.
Vissulega er það rétt, sem dr. Arnór bendir á, að mörkin
milii vísinda og gervivísinda eru ekki alltaf sem skörpust.
En það breytir engu um þá skyldu hvers manns (a.m.k.
hvers háskólamanns) að reyna eftir fremsta megni að
greina þarna á milli, greina rétt frá röngu, ef svo mætti
segja. Ég get verið sammála Arnóri um það, að árangur
þekkingarleitar er ekki einhlitur mælikvarði, en ég sé ekki
að ritstjórinn hafi haldið slíku fram, þótt Arnór virðist
þeirrar skoðunar. Ummæli ritstjórans voru á þessa leið:
„Mér virðist annars að það sé nokkurt einkenni á hjáfræði,
að þau skila aldrei neinum árangri þrátt fyrir mikið starf
— þar hjakkar allt i sama farinu.“ Mér sýnist þessi athuga-
semd ritstjórans hitta nokkuð vei í mark, en hún er ekki