Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 34
32 MORGUNN sem þeir fást við, hver sé undirrót þeirra, með hvaða hætti þau nái að birtast eða hvernig þau samrýmist vitneskju sem aflað hefur verið í öðrum vísindagreinum. í náttúru- vísindum er ekki talið nægilegt að lýsa atburðum, heldur er markmiðið fyrst og fremst að leita orsaka og finna regl- ur eða lögmál. Þar er það talin ein helsta leiðin til árangurs að setja fram kenningar og prófa þær. Kenninga er vissu- lega þörf í dularsálfræði, því að niðurstöður tilrauna (að svo miklu leyti sem um ákveðnar niðurstöður er að ræða) stangast mjög á við niðurstöður úr öði’um vísindagreinum. Til dæmis er svo að sjá, að við hugsanaflutning skipti fjar- lægð milli sendanda og viðtakanda ekki máli. Þetta var eitt af þeim atriðum, sem Albert Einstein þóttu grunsam- leg, þegar hann var beðinn að segja álit sitt á dularsál- fræði.5) Þegar gagnrýnendur hafa rannsakað vinnubrögð þekktra dularsálarfræðinga, hefur iðulega komið í ljós, að tilraunir þeirra hafa ekki verið nægilega vel úr garði gerðar, þeim hefur sést yfir hugsanlegar náttúrlegar skýringar, varúðar- ráðstafanir gegn blekkingum hafa verið ónógar, og blekk- ingarnar hafa oft á tíðum sannast. Þetta á m.a. við um ýmsar tilraunir sem dularsálfræðingar höfðu áður talið pottþéttar og stillt í fremstu röð sem sönnunargögnum.G) Raunvísindamenn verða að kyngja þeirri óþægilegu stað- reynd, að ýmsir úr þeirra hópi, virtir gáfumenn, hafa látið blekkjast af óprúttnum svikahröppum, sem hafa fengið þá til að staðfesta að hin og þessi yfirskilvitleg fyrirbæri væru ósvikin. Reynslan hefur sýnt, að skynsamlegt sé að láta færan töframann fylgjast með tilraunum af þessu tagi til að sjá við hugsanlegum prettum. Margir þekktir töfra- menn hafa sýnt þessu verkeíni áhuga á liðinni tíð. Má þar t.d. nefna þá John Nevil Maskelyne og Harry Houdini. Houdini var mjög afkastamikill við að fletta ofan af starf- semi miðla, þegar hún stóð með mestum blóma.7) Ýmsir telja, að afhjúpanir Houdinis og strangara eftirlit með miðlum, sem fylgdi i kjölfarið, séu skýringin á því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.