Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 40

Morgunn - 01.06.1984, Síða 40
ERLENDUR HARALDSSON DULRÆN FYRIRBÆRI OG VÍSINDIN 1 marshefti Fréttabréfs H.l. ritar dr. Þorsteinn Sæ- mundsson skilmerkilega grein um gervivísindi og dulsálar- fræði. Svo sem búast mátti við af jafn glöggum og hrein- skilnum manni og dr. Þorsteini gerir hann í greininni prýði- lega samantekt á helstu rökum hóps manna sem hafa gagn- rýnt rannsóknir dulrænna eða „yfirskilvitlegra“ fyrirbæra, sumir reyndar af nokkru offorsi og ekki að sama skapi af mikilli þekkingu. Er ástæðulaust fyrir dr. Þorstein að ótt- ast að ég styggist við slík skrif því þau eru góður grund- völlur umræðu sem þarflegt er að fá. Dr. Þorsteinn gagnrýnir þá skoðun mína að rannsókna- aðferðir skeri úr um það hvort fræðigrein teljist til vísinda eða gervivísinda; gervivísindi sé fræðimennska sem ber vísindalegt yfirbragð „en styðst í einhverju meginatriði við staðleysur eða hugaróra. Samkvæmt þessari skilgrein- ingu getur viðfangsefnið verið úrslitaatriði engu síður en rannsóknaaðferðin. . .“ (Þ.S.). Erum við ekki í sérhverri rannsókn að raunprófa tilgátu sem við efumst um, vitum ekki hvort er rétt eða ekki, þ.e. að prófa „staðleysur og hugaróra"? Ef skilgreining dr. Þorsteins er rétt, eru þá ekki, ef betur er að gáð, öll vísindi gervivísindi? Hvernig getum við vitað hvað eru „staðleysur og hugarórar" nema með „hinni vísindalegu aðferð“? (Hvað segja vísindaheim- spekifróðir menn um þetta atriði?) Ef dr. Þorsteinn telur aöra leið færa, hlyti hún ekki að fela í sér innleiðingu ein-

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.