Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 41

Morgunn - 01.06.1984, Síða 41
DULRÆN FYRIRBÆRI OG VISINDI 39 hvers konar páfadóms til að úrskurða fyrir okkur hvað séu „staðleysur og hugarórar" og hvað ekki? Slík embætti hafa ekki reynst vísindunum vel. Þá geymir vísindasagan ýmis dæmi um staðleysur og hugaróra" sem urðu að við- urkenndum sannindum, og um „raunveruleika“ sem reynd- ist „staðleysur og hugarórar". Vísindin eiga sér ekki ýkja- langa sögu og sennilega lítt hyggilegra fyrir okkur að trúa blint á ríkjandi hugmyndafræði en það var fyrir menn fyrr á öldum. Eigum við einungis að rannsaka viss fyrir- bæri en lifa í blindri trú um önnur? Mér sýnist dr. Þorsteinn gera að staðreyndum ákveðnar heimspekilegar forsendur, sem eigi að ákvarða hvað séu „staðleysur og hugarórar" og hvað ekki. Eigi að færa gild rök fyrir því að dulsálarfræði geti ekki verið vísindi, verður að sýna fram á að ekki verði komið við neins konar raunprófun eða tilgátuprófun í rannsókn svonefndra yfirskilvitlegra fyrirbæra, þ.e. að viðfangsefnið sé órannnsakanlegt. Slík rök koma ekki fram í greininni. Nú mun það ekki hafa verið ætlun dr. Þorsteins að sýna fram á að dulsálarfræði geti ekki hugsanlega verið vísindi, heldur fremur hitt að reynslan sýni að hún sé gervivísindi. Rökin em: a) engar áreiðanlegar jákvæðar niðurstöður hafi fengist. b) Þegar marktækur árangur hefur náðst megi rekja hann til aðferðafræöilegra galla (skussaháttar), eða c) sviksemi (,,gagnasköpunar“) þeirra sem rannsóknirnar framkvæmdu. Að þessu mun ég víkja nánar síðar. Fyrst stuttan sögulegan inngang. Dr. Þorsteinn ritar: „I meira en hundrað ár hefur f jöldi fræðimanna unnið óþreyt- andi að því að rannnsaka skipulega svonefnd yfirskilvitieg fyrirbæri í þeirri sannfæringu eða von að þar leynist eitt- hvað sem vert sé að rannsaka.......Það eitt að menn skuli enn vera að ræða þessa sömu spurningu (þ.e. um tilveru

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.