Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 47

Morgunn - 01.06.1984, Síða 47
DULRÆN FYRIRBÆRI OG VÍSINDI 45 þessa bábilju nánar. Vitleysa hlaut hún að vera, það gat hver maður sagt sér sjálfur, kom jafnt í bága við raunvísindin og heilbrigða skynsemi“.17> Gagnrýni er nauðsyn hverri vísindagrein til framfara °g aðhalds, en gagnrýni á þessari grein verður að byggj- ast á sömu vinnubrögðum og gagnrýni á öðrum greinum, b-e. hlutlægni, vandvirkni og staðgóðri þekkingu á því sem dæmt er um. Hvi ekki að kynna sér framlag þessarar grein- ar með lestri frumheimilda? Hvorki dytti dr. Þorsteini né hiér í hug að lesa einungis Pravda til að kynnast Banda- ríkjunum. Ég er ekki viss um að ýmsir vandaðir og ein- lægir menn hafi áttað sig á því að vísindamenn eru stund- Um ekki eins vísindalegir í sér og maður skyldi halda, sér- staklega um málefni sem þeir þekkja lítið til. Innan hverrar vísindagreinar er hins vegar stöðug gagnrýni bæði um tæknileg atriði einstakra tilrauna og grunnforsendur. Þessi gagnrýni kemur yfirleitt að mestum notum. „I náttúruvísindum er ekki talið nægilegt að lýsa at- burðum, heldur er markmiðið fyrst og fremst að leita or- saka og finna reglur eða lögmál. Þar er það talin ein helsta leiðin til árangurs að setja fram kenningar og prófa þær“ (Þ.S.). Ef dr. Þorsteinn skoðar eitthvert magn frumheim- ilda um tilraunir á þessu sviði, t.d. flettir í gegnum nokkra árganga af Journal of Parapsychology eða Journal of the American Society for Psychical Research mun hann sjá að ofangreind orð hans eiga við dulsálarfræði engu síður en aðrar raungreinar. Yfirgnæfandi meirihluti tilrauna er gerður til að prófa ákveðnar tilgátur til að skýra ákveðin fyrirbæri eða kanna með hvaða hætti þau nái að birtast. Þannig eru t.d. tilraunir okkar Martins Johnson, tilraun- irnar um „sauð-hafra“ sambandið, „ganzfeld" tilraunirnar osfrv. Við fyrstu sýn virðast niðurstöður í þessari grein „stang- ast mjög á við niðurstöður úr öðrum visindagreinum" (Þ.S.). Réttara mun þó að segja að niðurstöður þessarar greinar gefi vísbendingu um að viss lögmál sem talin séu

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.