Morgunn - 01.06.1984, Qupperneq 49
DULRÆN FYRIRBÆIU OG VÍSINDI
47
vegna var dr. Þorsteini ekki jafn annt um að fá lýsingu
á málavöxtum frá dr. Phillips forstöðumanni McDonnel
stofnunarinnar? Hvers vegna prófar jafn virt rit og Nature
ekki þá staðhæfingu Randis um að McDonnel-menn hafi
birt „margar fræðilegar greinar“ um piltana hans Randi
áður en það ber það á borð fyrir lesendur sína? Hvernig
verður vinna sem er 100 vinnustundir að mati dr. Philips2-*
og 160 að mati Randis23) að „stífu rannsóknarstarfi um
árabil" hjá ritstjóranum okkar ágæta, þótt hann boði okk-
ur réttilega og með virðingarverðum þunga að markmið
háskóla sé það m.a. „að greina á milli þess sem talizt getur
„rétt“ þekking og „röng“, sannleikur eða lýgi“ (S.Stþ ?
Álykta má af máli dr. Þorsteins að rannsóknir nokkurra
islenskra fræðimanna fyrr á öldinni á dulrænum fyrirbrigð-
um hljóti að teljast til hjáfræða. 1 stað þess að deila um
menn og málefni í fjarlægum löndum sem búið er að þyrla
upp miklu moldviðri um og við þekkjum fæst beint til,
væri ekki hyggilegra að huga að því sem nær okkur stend-
ur, svo sem rannsóknum sem gerðar hafa verið við H.I., og
rýna um leið í frumheimildir? Hvernig væri að taka sem
dæmi rannsóknir próf. Guðmundar Hannessonar á Indriða
Indriðasyni,1) og ef menn vilja, ofangreindar tilraunir okk-
ar Martins Johnson?14,in,iG) Auk greina próf Guðmundar
eru til fleiri heimildir um Indriða24.25>20>27) o.fl.). Að lokn-
um þeim lestri geta ektavísindamenn og aðrir velt fyrir
hvernig Indriði gæti hafa blekkt um árabil alla þá menn
sem nálægt honum komu, þ.á.m. prófessorana Guðmund
Hannesson og Harald Nielsson. Fyrirbæri þau sem gerðust
hjá Indriða, og próf. Guðmundur og fleiri lýsa, sjást ekki
lengur og hurfu hér á landi með Indriða. Samt var hér
enginn Houdini, en dr. Þorsteinn getur þess að ýmsir telji
að hann hafi átt mikinn þátt í að slík efnisleg fyrirbæri
hurfu af sjónarsviðinu.
Ég er sammála dr. Þorsteini um það að vissulega er þörf
efasemda um þau umdeildu fyrirbæri sem við höfum gert
að umræðuefni enda eru efasemdir grundvöllur vísindalegs