Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 53

Morgunn - 01.06.1984, Side 53
MAGNÚS HAUKSSON: ÁHRIF SPlRITISMA Á LÍFSSKOÐUN EINARS H. KVARAN Eftirfarcmdi grein er hluti ritgeröar til B.A. prófs í íslensku viö Heinispekideild Háskóla Islands og ber lieitið: !yÁlirif spíritisma í skáldsögunum Sálin vaknar og Sambýli eftir Einar H. Kvaran.“ I. KAFLI 1 yfii'litsritum um íslenska bókmenntasögu þar sem Ein- ars H. Kvarans er getið,1 > og ritgerðum um hann,-* er að jafnaði minnst á áhuga hans á spíritisma og sálarrann- sóknum. Það er ekki að ástæðulausu því að afskipti Einars af málefnum þessum voru óumdeilanlega mjög mikil. Hann var einn af stofnendum Tilraunafélagsins 1905 en mark- mis þess var að afla visindalegra sannana fyrir lífinu eftir dauðann. Tilraunafélagið var fyrirrennari Sálarrannsókna- félagsins sem var stofnað 1918.1 þeim félagsskap var Einar mikil driffjöður. Hann var forseti félagsins frá stofnun þess til dauðadags. Einnig varð hann ritstjóri tímarits félags- ins, Morguns, þegar því var hleypt af stokkunum árið 1920. I Morgun og önnur tímarit ritaði Einar fjöldann allan af greinum um spíritisma, dularfull fyrirbrigði, hfið eftir dauðann og sálarrannsóknir. 1 Efnisskrá Morguns frá árinu 1970 tekur upptalning titla á greinum og ritgerðum eftir Einar u.þ.b. 11 blaðsíður.4> Einar var einnig afkastamikill

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.