Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 58

Morgunn - 01.06.1984, Page 58
56 MORGUNN 1 erindi sem Einar flutti árið 1918 segir hann m.a.: Þið kannist öll við þau orð Krists: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu . . . en safnið fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela“. Enginn maður getur á því villst, hvernig Jesús Kristur hugsaði í þessu efni. Það er ekkert vit í því, eftir hans skoðun, að miða alt, sem maður sækist eftir, við þetta líf eingöngu. Innan stundar verður það alt hverfult og fallvalt og gersam- lega einskisnýtt. Mennirnir eiga að fara inn í annað líf en þetta, og að því lífi eiga þeir að búa til lang- frama, en alls ekki að þessu lífi. Ef þeir ætla ekki að haga sér eins og fífl, og ef þeir ætla ekki að stofna sjálfum sér í voða, þá verða þeir að sækjast eftir því, sem hefir gildi í hinu komanda lífi. Við það verða þeir, framar öllu öðru, að miða aðferli sitt í þessu lífi.20) Spíritisminn hefur leitt sterkar líkur að því að líf sé eftir líkamsdauðann og að í því lífi farnist mönnum misjafnlega. Höfuðmáli skiptir hvernig jarðlífinu hefur verið lifað. Vel- ferð sálarinnar eftir líkamsdauðann er undir því komin. Ekki má með nokkru móti draga fjöður yfir það — það væri svik við sannleikann og mannkynið — að hafi illa verið með það (lífið) farið, og sérstaklega ef það hefur verið fyllt með eigingirni og kærleiksleysi, þá geta afleiðingarnar orðið afar alvariegar. Það van- sæluástand, sem þá tekur við, fyrst eftir að komið er inn í annað líf, getur orðið aðeins inngangur að marg- falt meiri vansælu. Því að svo virðist, sem freisting- arnar fyrir veikan vilja og rangsnúið hugarfar geti orðið miklu magnaðri þar en í þessum heimi. /-----/ Að hinu leytinu hefir spíritisminn fengið vitneskju um það, að þeim mönnum, sem hafa farið vel með líf sitt, einkum þeim sem tekist hefir að fylla sál sína

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.