Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 77

Morgunn - 01.06.1984, Síða 77
ÞAÐ VORU HALDNIR . . . 75 þeirri beiðni og hótaði sá fyrrnefndi að segja af sér sem hirðprestur. Og það sem meira er, Ponsonby eyðilagði dag- bækur Browns, svo það sem þar var ritað kæmi ekki fyrir augu manna. Þannig beittu þessir tveir opinberu starfs- menn hirðarinnar áhrifum sínum, til að hindra drottning- una í að játa opinberlega huggim þá, er hún hafði haft í gegnum samband sitt við eiginmann sinn, á miðilsfundun- um. Ekki tókst þó að eyðilegja allar skýrslurnar, eftir því sem Hannen Swaffer hefur skýrt frá. Lionel Logue, frægur talkennari, sem læknaði Geoi’g VI. af stami og var náinn vinur þjóðhöfðingjans, sagði Swaffer þessa sögu: „Eftir að Logue hafði á miðilsfundi, hjá Lilian Bailey, fengið sannanir um að kona hans hefði „lifað“ dauðann af, sagði hann konungi af miðilsfundinum. Þá sagði kon- ungur frá því, að ekki hefðu allar skýrslurnar verið eyði- lagðar. Eina hafði hann fundið og marglesið.“ Victoria drottning var spiritisti lengst af valdatíma sín- um, og hún ríkti lengur en nokkur annar breskur þjóð- höfðingi. Snemma á valdatíma sínum, lét hún útbúa gullúr, sem gjöf handa miðlinum Georgiana Eagle. Áletrunin sýn- ir, að það var veitt fyrir lofsverða og frábæra skyggnigáfu, sem miðillinn hafði sýnt í Osborn House, Isle of Weight. Georgiana Eagle lést áður en hún hafði veitt úrinu viðtöku. Eftir dauða hennar afhenti drottningin hinum fræga blaðamanni og spiritista, W. T. Stead, úrið og bað hann um að afhenda það þeim miðli, sem hann áliti verðskulda það mest. Stead hafði samband við tvo aðra heimsfræga spiritista, Sir William Crookes og Alfred Russel Wallace, sem vann að uppgötvunum með Danvin. Ákveðið var, að afhenda úrið bandarískum miðli, Etta Wriedt (direct-voice medium). Á úrið er letruð sú staðhæfing, að í gegnum miðilsam- band Ettu Wriedts „hafi rödd Victoriu drottningar heyrst í London, þann tíunda dag júlímánaðar árið 1911“, tíu ár- Uffl eftir lát hennar.

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.