Morgunn - 01.12.1986, Side 61
sambandi við fjölskyldu, vinnustað og þjóðerni. Tilvist
þessara hópa (stofnana) er komin undir hlýðni einstak-
hngsins svo og frjálsri samvisku hans við þá er hann um-
gengst dagsdaglega. Einstaklingurinn er eining í þessum
heildum og frá sjónarmiði hópsins eða ríkisins er tilvist
þess meira virði en líf einstaklingsins (atriði sem vikið
mun að síðar). Einstaklingnum eru lagðar vissar kvaðir á
herðar sem mynda eitthvert pólitískt og félagslegt siða-
kerfi. Auk þess er maðurinn í ákveðnum tengslum við
náttúruna sem hann reynir að gera sér undirgefna eða
vinna með; í þessu samhengi má tala um vistfræðilega sið-
fræði. Loks höfum við svo hinar yfirskilvitlegu forsendur
hinar trúarlegu siðfræði. Þar sem hinum yfirskilvitlegu
forsendum er ekki gaumur gefinn er hún oft felld inn í hið
Pólitíska siðakerfi sem frá andlegu sjónarmiði er rangt;
hið yfirskilvitlega ætti að ná yfir hið pólitíska en hið
Pólitíska ekki yfir hið yfirskilvitlega. Hin trúarlega
siðfræði snertir hegðun mannsins. Skapgerðin, hinar innri
hneigðir, göfgi ásetningsins, í einu orði verund einstak-
lingsins er það sem mestu máli skiptir. Til að teljast full-
gild verður siðfræðin að taka tillit til allra þessara þátta.
Hérmunum við einkum fjalla um hina trúarlegu siðfræði
°g tengsl hennar við hina félagslegu, pólitísku og vist-
fræðilegu þætti.
Boðskap fjallræðunnar, sem Gandhi sótti innblástur i
á þessari öld (undir áhrifum frá Tolstoy) hefur aldrei
verið fylgt nema af örfáum einstaklingum jafnvel ekki
rneðal kristinna manna, því miður. Þessi háleiti boðskap-
ur er oft talinn ,,óraunhæfur“. Maðurinn, sem elskaði óvini
sína, gæti vix'tst pólitískur einfeldingur jafnvel landráða-
uxaður. Það er ekki í verkahi-ing þessarar gx’einar að fjalla
um hvern einstakan þátt í hinnar kristnu siðfræði. Allir ei’u
sammála um að kjarni hennar birtist í boðorðinu um að
elska Guð og náunga sinn eins og sjálfan sig. Það er samt
sem áður langt í frá að farið sé eftir þessu háleita boðoi'ði
Jafnvel ekki meðal fámennra hópa. Hvað náunga okkar
snertir höfum við dæmisöguna um miskunnsama Samvei'j-
morgunn cq