Morgunn - 01.12.1986, Page 63
ekki eingöngu rakin til hnignunar hefðbundins kristin-
dóms heldur einnig mjög sterkra ítaka (áhrifa) vélgengis-
viðhorfa, sem við munum nú víkja að eftir þessa stuttu at-
hugun á kristindóminum.
Decartes reisti heimspeki sína á eftirfarandi fuliyrðingu:
„Ég hugsa, þess vegna er ég“. Um leið víkur hann frá hinni
guðfræðilegu hefð með því að gera manninn en ekki Guð að
þungamiðju kenningar sinnar. Hann byrjar með því að
efast um gildi upplýsinganna er berast honum um skyn-
færin. Hann lítur á líkamann sem vél og dýrin sem vélar.
Skynsemi mannsins og sjálfsvitund eða sál er það sem
greinir hann frá dýrunum. Efahyggja Decai'tesar er sú
kenning hans að dýrin væru vélar, átti eftir að hafa af-
leiðingar sem hann hefur sennilega ekki séð fyrir. Efa-
hyggja hans breytist í almennri árás á trúarlegt kennivald
í nafni vísindalegra rannsóknaraðferða og kenningin um
dýrin var yfirfærð á manninn þegar framþróun og atferlis-
sálarfræðin höfðu óskýrt mörk manns og dýrs og afgreitt
hvorttveggja með frumstæðu módeli (líkani) áreitni og
svörunar. Viðhorf af þessu tæi gerir lítið úr manninum
og mennsku hans og elur af sér tilhneigingu til að líta á
hann sem efnisögn einvörðungu sem í besta falli er aðeins
háif-líffræðilegur sannleikur.
Samtímis því að sálarhugtakið vék fyrir vélgengisvið-
horfum í eðlisfræði og síðar líffræði og sálarfræði (þar sem
maðurinn er skýrður útfrá efnaskiptum i líkamanum)
komust hin algildu verðmæti trúarhefðarinnar á faliandi
fót. Framtið mannkynsins á jörðu fór að skipta meira máli
en iausn okkar í öðrum heimi eftir andalok okkar í þess-
um heimi. Að mörgu leyti var þetta nauðsynlegt fráhvarf
frá „annars heims“ viðhorfum, en við þessa algeru kúvend-
ingu, varð efnisleg velmegun hin ráðandi þáttur siðfræð-
innar.
Kenningunni um erfðasyndina var varpað fyrir róða
og i staðinn kom trú á eðlislægan góðleik mannsins og
möguieika hans á að ná fullkomnun; takmarkið var ekki
lengur að snúa baki við heiminum heldur finna fullnægju
morgunn
61