Morgunn - 01.12.1986, Side 64
í honum, núna eða í framtíðinni. Það sem einkenndi sið-
fræðina var nú nytssemishyggja, sem mest hamingja til
handa sem flestum. 1 stað hamingju getum við alveg eins
sett efnisgæði: takmarkið er sem mest neysla efnislegra
gæða en þau áttu að leiða til mestrar hamingju (eða full-
nægingar samkvæmt hagfræðinni). Af þessu leiðir að efn-
islegir hagsmunir einstaklingsins og hópsins er það sem
mestu varðar, Adam Smith færði rök fyrir því að al-
mannaheill væri best þjónað með því að hver og einn þjón-
aði eigin hagsmunum en Marx hélt því fram að koma yrði
í veg fyrir að einstaklingarnir sköruðu eldað eigin köku
með því að þjóðnýta framleiðslutækin; Adam Smith var
fulltrúi hins frjádsa markaðskerfis en Marx ríkisrekstrar-
ins. Athyglisvert er að yfirlýst markmið beggja er vel-
megun einstaklingsins, enda þótt leiðirnar, sem þeir vilja
fara, séu ólíkar.
Hvaða þýðingu hefur nú þetta fyrir siðfræðina? Tækni-
framfarir, einkum á sviði boðmiðlunar, geta fært vaid-
höfunum enn meiri völd. Alræði verður mögulegt í
bókstaflegri merkingu. 1 alræðisríkjum er kenningin
um sem mesta hamingju til handa sem flestum túlkuð sem
stuðningsyfirlýsing við ríkið á þeirri forsendu að það sé
fulltrúi flestra. (Hins mikla meirihluta). Samfélagið eða
Ríkið verður sá kvarði er allt annað miðast við þar sem
hugmyndafræðin er reist á efnishyggju. Maðurinn er lítil
skrúfa í risastórri vél; hann er leystur undan allri sið-
ferðilegri ábyrgð gegn því skilyrði að hann lúti viija vald-
hafanna. Hin pólitíska og félagslega siðfræði er nú alls-
ráðandi; hún hefur svelgt í sig trúarhvötina með eldmóði
byltingarhugsjónarinnar og oft sækir hún viðbótarafl til
þjóðernishyggju. Félagsleg og pólitísk hlýðni er verðlaun-
uð, ekkert er yfirskilvitlegt nema framtíðin, mannkyninu
er fórnað fyrir hugmynd. Afleiðingin verður sú að hinn
andlega snauði maður tapar áttum.
Djúpsálarfræðin hefur bent á nokkrar af þeim hættum
sem þetta hefur í för með sér. Neumann segir: „Með því
að samsama persónulegt egó sitt fyrir hinu persónulega í
62
MOHGUNN