Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 7

Morgunn - 01.06.1993, Page 7
Fylgt úr hlaði í fyrsta ritstjórarabbi sínu árið 1964 segir ritstjórinn Sveinn Víkingur að „Morgunn [hafi] frá upphafi borið gæfu til þess að vera ekki aðeins boðberi göfugra hug- sjóna og brautryðjandi nýrra viðhorfa í andlegum málum þjóðarinnar. Hann [hafi] einnig frá upphafi átt að ritstjór- um hina ágætustu og víðsýnustu menn... “ I ljósi þessarar áminningar er einkum tvennt sem í hugann kemur. I fyrsta lagi þakkir til fráfarandi ritstjóra, Guðjóns Baldvinssonar, fyrir starf hans í þágu þessa tíma- rits. I öðru lagi hvernig takast megi að viðhalda því hlut- verki Morguns sem hér er lýst. / / I raun má segja að Sálarrannsóknafélag Islands standi á tímamótum og þá tímarit þess félagsskapar einnig. Vita- skuld ber öllum félögum svipaðrar náttúru og S.R.F.Í. skylda til þess að skilgreina markmið sín og leiðir á hverj- um tíma til þess að viðhalda lifandi anda sínum og forðast stöðnun. Sálarrannsóknir eru á tímamótum nú þar sein að ljóst má vera að hin svokölluðu sálarrannsóknafélög starfa ekki 1 samræmi við upphafleg markmið sín um fræðilegar rannsóknir á mögulegri tilveru annars heims eða fram- haldslífs. Þessi staðreynd þarf ekki að vera áfellisdómur, heldur miklu fremur þörf áminning um að tímabært sé að staldra við og skilgreina starfsemina upp á nýtt. Félags- 'Uenn sálarrannsóknafélaganna eru líklega fleiri í dag en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir að sálarrannsóknir á íslandi séu ekki framkvæmdar með þeim hætti sem ástundaður var fyrr á öldinni. Formaður félagsins nefnir í ávarpi sínu til félagsmanna að hann sjái „félagið stefna á breiðari svið sálarrannsókna“ í framtíðinni og Magnús H. Skarphéðins- 5

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.