Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 22
MORGUNN Hugmyndin sem ég er að reyna að fæða hér er eitthvað á þessa leið: Við skoðum heiminn og komumst að niður- stöðu um eðli hans svo langt sem það nær, þetta er sam- komulagið. Síðan tökum við hvert og eitt til við að reyna að skilja það sem eftir stendur og myndum okkur einstaklingsbundnar skoðanir þar um og á þessu stigi skilningsins eigum við okkur skoðanabræður og and- stæðinga. Þessu til viðbótar tökum við okkur til reglu- bundið og höfnum samkomulaginu því við þurfum sjáif að upplifa og öðlast reynslu til þess að skilja. Undir tilvísun mína hér til samkomulags fellur fjöldamargt. Heimspeki er samkomulag af þessu tagi, sem og vísindi okkar. Trú og þá trú sem stofnun í samfélaginu er sannarlega samkomulag af þessum toga þrátt fyrir að sérstaða hennar sé nokkur því samkomulagsgrunnurinn sem liggur að baki heimspeki og vísinda er ekki hinn sami. Hér á ég einfaldlega við að þeir frumþættir sem trúarbrögðin boða okkur eru ekki niðurstöður óhrekjan- legra raka sem fengnar eru í krafti skynseminnar. Samt sem áður höfum við einnig hér með okkur samkomulag um tilvist einhvers sem við viðurkennum í samfélagi okkar og tilveru sem við köllum trú. Þetta síðastnefnda atriði vil ég skoða nánar síðar. En hyggjum nánar að samkomulaginu sem mér er svo tíðrætt um. Vestræn heimspeki sýnir okkur hvað skýrast þessa viðleitni manna, að raða skilningi sínum og skynjunum niður í skipulegt form og því nefni ég hana til hér. Vestræn heimspeki hefur sniðið sér þann stakk að fást við þær ráðgátur mannlegrar tilveru sem fjalla má um í krafti skynsemi og röklegrar hugsunar. Þar með er fjölda spurninga sem sækja á mannshugann ýtt til hliðar því samkvæmt skilgreiningu vestrænnar heimspeki falla við- fangsefni sem ekki má nálgast á þennan máta einfaldlega 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.