Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 75

Morgunn - 01.06.1993, Side 75
MORGUNN þess eins að ná undir sig krúnunni. „Og þú getur ekki gifst Gyðingi” segir munkurinn hinum vœntan- lega valdhafa. „Guð hefur bannfœrt þá; þú verður að kx’œnast á þann hátt sem er pólitískt viðeigandi”. Hildebrandt er hugsjónamaður en engu að síður mjög meðvitaður um vanmátt sinn til að hrinda hugsýnum sínum í framkvæmd. Þótt hann langi til að sjá veröldina lúta vilja sínum,finnst honum hann engu að síður sem vindi skekinn reyr við þessar að- stœður. Og því er það þegar Rakel segir honum að þau eigi von á barni, að hannfinnur sig gersamlega yfirþyrmdan af ytri atburðum sem enn einu sinni virðast œtla að taka stjórnina á lífi hans í sínar hendur. Hann grunar nú einmitt það sem munkurinn hafði cetlast til og ofboðsleg brœði nœr tökum á honum. Reiði Hildebrandts og vonbrigði taka á sig slíka ógnarmynd að hann lemur Rakel harkalega í magann og hálsbrýtur hana með stórum höndum sínum. Því nœst lyftir hann henni með snöggum hreyfingum yfir þykkan múrinn og fleygir henni niður í virkisgröfina. Felmtri sleginn yfir eigin gjörðum horfir Hildebrandt fullur vantrúar niður á líkama konunnar sem hann elskar, þar sem hann marar í hálfu kafi í illþefjandi síkinu innan um hvers kyns úrgang. Hann kastar upp og staulast með gríðarlegum andköfum frá veggnum; œtlar sér að má atburðinn úr huga sér. I angist sinni og ákafa kreppir hann hnefana svo fast að það blceðir úr þeim. Þegar hann fer aftur um síðir að blanda geði við aðra, eftir að hafa verið sem dofinn, er hann óþœgilega þögull og er mikið út af fyrir sig. Það er eins og Rakel hafi aldrei verið til... Þessi bœling 73

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.