Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 22

Morgunn - 01.06.1993, Side 22
MORGUNN Hugmyndin sem ég er að reyna að fæða hér er eitthvað á þessa leið: Við skoðum heiminn og komumst að niður- stöðu um eðli hans svo langt sem það nær, þetta er sam- komulagið. Síðan tökum við hvert og eitt til við að reyna að skilja það sem eftir stendur og myndum okkur einstaklingsbundnar skoðanir þar um og á þessu stigi skilningsins eigum við okkur skoðanabræður og and- stæðinga. Þessu til viðbótar tökum við okkur til reglu- bundið og höfnum samkomulaginu því við þurfum sjáif að upplifa og öðlast reynslu til þess að skilja. Undir tilvísun mína hér til samkomulags fellur fjöldamargt. Heimspeki er samkomulag af þessu tagi, sem og vísindi okkar. Trú og þá trú sem stofnun í samfélaginu er sannarlega samkomulag af þessum toga þrátt fyrir að sérstaða hennar sé nokkur því samkomulagsgrunnurinn sem liggur að baki heimspeki og vísinda er ekki hinn sami. Hér á ég einfaldlega við að þeir frumþættir sem trúarbrögðin boða okkur eru ekki niðurstöður óhrekjan- legra raka sem fengnar eru í krafti skynseminnar. Samt sem áður höfum við einnig hér með okkur samkomulag um tilvist einhvers sem við viðurkennum í samfélagi okkar og tilveru sem við köllum trú. Þetta síðastnefnda atriði vil ég skoða nánar síðar. En hyggjum nánar að samkomulaginu sem mér er svo tíðrætt um. Vestræn heimspeki sýnir okkur hvað skýrast þessa viðleitni manna, að raða skilningi sínum og skynjunum niður í skipulegt form og því nefni ég hana til hér. Vestræn heimspeki hefur sniðið sér þann stakk að fást við þær ráðgátur mannlegrar tilveru sem fjalla má um í krafti skynsemi og röklegrar hugsunar. Þar með er fjölda spurninga sem sækja á mannshugann ýtt til hliðar því samkvæmt skilgreiningu vestrænnar heimspeki falla við- fangsefni sem ekki má nálgast á þennan máta einfaldlega 20

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.