Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 11

Morgunn - 01.06.1993, Side 11
MORGUNN Hvort vilja þeir; grundvallarbreytingu á viðhorfi félag- anna til raunverulegra vísindalegra vinnubragða eða hina þægilegu leið óbreytts ástands og stöðnunar áfram? Sem mun að lokum slíta allt samband okkar við hinn „röklega” hluta þjóðfélagsins (les: hins vísindalega) í framtíðinni? Mörgum kann að finnast að hér hafi enn einum leiðindavísindahyggjupennanum óvart verið sleppt inn í höfuðvígi andatrúarinnar á Islandi, nefnilega tímarit þeirra Morgun. En vonandi er svo ekki. Ný vinnubrögð með nýrri stjórn félagsins? I tilefni þess að allnokkrar mannabreytingar urðu á síðasta aðalfundi Sálarrannsóknafélagi íslands er ekki úr vegi að hamra járnið meðan það er heitt. Ef vera kynni að einhver raunverulegur áherslumunur gæti orðið á stefnu félagsins og hreyfingarinnar almennt þá væri það ómaksins virði. í mínum huga er litlum vafa undirorpið að sálarrann- sóknahreyfingin hefur sem slík einangrast mjög, ekki bara frá vísindalegum markmiðum sínum sem hún hefur í far- teski sínu, heldur ekki síður frá þjóðfélaginu í heild sem og hinum almenna félagsmanni sínum. Það er algjört vanmat á þeirri orku og fórnfýsi sem blundar í brjósti hins almenna áhugamanns og velunnara sálarrannsóknafélaganna að ekki sé hægt að stunda í hreyfingunni neitt annað en „innflutning” á breskum miðl- um og sölu á þjónustu þeirra til félagsmanna sinna. En einhverra hluta vegna hefur þetta orðið nánast eina hlut- skipti hreyfingarinnar sl. 12 til 15 ár. Það er líklega orðið of langt síðan frumherjar á borð við Einar H. Kvaran og prófessor Harald Níelsson og dr. Helga Pjeturss voru á ferðinni til að okkur endist vígamóðurinn til stórverka eins og unnin voru í sálarrannsóknahreyfingunni í þá daga. En hvað er þá til ráða? 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.