Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 12

Morgunn - 01.06.1993, Page 12
MORGUNN Umrœðan sem aldreifór afstað Fyrir um áratug síðan reit dr. Þór Jakobsson, veður- fræðingur og þáverandi ritstjóri Morguns, ritstjómargrein hér í blaðið um þetta mál sem mikill hvellur varð af. Niðurstaða dr. Þórs var að tímabili alþýðurannsókna í sálarrannsóknarhreyfingunni væri nú líklega endanlega lokið. í kjölfar skrifa ritstjórans endaði þetta mál allt saman með sögulegum aukafélagsfundi Sálarrannsókna- félags íslands á hótel Heklu (nú hótel Lind) þar sem dr. Þór var sýnt í „tvo heimana” í tvennri merkingu, sem m.a. endaði stuttu seinna með ritstjóraskiptum á Morgni. Hvorki þá né síðar hafa farið fram hreinskilnar umræður um raunverulegt réttmæti þessarar fullyrðingar dr. Þórs. Er það verulega miður. Því hér sem annars staðar er í fullu gildi gamli málshátturinn að vinur er sá er til vamms segir. í dag eins og þá bendir allt til að dr. Þór hafi haft rétt fyrir sér. En umræðan stöðvaðist þar, því miður. Aldrei var rætt um mögulegt framhald á alvörusálar- rannsóknum eða handanheimarannsóknum undir öðrum formerkjum en sem hobbí vanmáttugra og fjárvana áhugahópa og einstaklinga. Hvers vegna eigum við enga djúpsvefnsmiðla lengur? Til viðbótar þessu er síðan enn eitt málefnið sem sálarrannsóknahreyfingin hefur aldrei spurt sjálfa sig né aðra almennilega að; Hvers vegna stendur á því að við Islendingar eigum nánast enga djúpsvefnsmiðla (djúptransmiðla) á borð við Hafstein Björnsson heitinn? Það þorir enginn að spyrja þessarar spumingar í alvöru og reyna að svara henni af sæmilegri víðsýni og heiðarleika. Hvers vegna er það? Er það vegna þess að svarið væri hugsanlega of hrollvekjandi? Að engir djúpsvefnsmiðlar séu lengur til? Ég er sjálfur viss um að svo er reyndar 10

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.