Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 14

Morgunn - 01.06.1993, Page 14
MORGUNN aldarinnar. Ekki er það því skortur á mannfjölda til að velja góða miðla úr, né heldur skortur á mið- ilsefnum sem skýrt gæti þennan mjög svo mikla mun. Það er yfrið nóg af þeim hér í samfélagi okkar í dag. Nei, á því eru aðrar og trega- blandnari skýringar, því miður. I fyrsta lagi eru fáir eða engir brautryðjendur á borð við Einar H. Kvaran nú á meðal oss eða hafa verið lengi. I öðru lagi þá höfum við að mestu leyti tapað opinberlega áróðursstríðinu um líklegar sannanir fyrir lífi eftir dauðann gegn skoðanaandstæð- ingum okkar, hvort sem það er maklegt eða ekki. - En skoðana- mótherjar okkar eru einkum af teimur sauðahúsum. Annars vegar er það vísinda- elítan sem hefur höfuðmusteri sitt í verkfræði- og heimspekideildum Háskóla Islands. Vísindahroka- liðið, sem ég kýs að nefna svo, hefur röklega haft mun betur en við í þessari umræðu, a.m.k. opinberlega. Hin hrímþurslega þjóðkirkja vor... Og hins vegar er hin hrímþurslega þjóðkirkja vor sem nánast er orðin að saltstólpa í samfélagi nútímans, svo óralangt sem hún er fjarri allri alvöru umræðu um Indriði Indriðason miðill (f. 12. október 1883, d. 30. ágúst 1912, þá aðeins 28 ára.). Indriði er án efa langmerkilegasti miðill Islendinga á 20. öldinni. Hann hlýtur að komast nálœgt því að vera efstur í Islandssögunni sé mœlt á mœlikvarða miðiIshœfi- leika, þrátt fyrir stutta œvi, aðeins 28 ár. Hann ásamt Hafsteini Björnssyni voru einu miðlarnir sem eitthvað voru rannsakaðir vísindalega, þótt fremur 12

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.