Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 16

Morgunn - 01.06.1993, Page 16
MORGUNN til gagnrýninnar hugsunar, fræðslu og víðsýni í þessum flóknu fræðum sem dregur okkur annars svona saman. Enn minni er viðleitnin til rannsókna á viðfangsefn- unum. Hvorki frumkvæði og því síður peningar eru taldir fyrir hendi til þessara rannsókna. Ef til vill er þetta helsta skýring þess hvemig komið er. Skortur á gagnrýnni hugsun í hreyfingunni En skortur á gagnrýnni hugsun er nær alger á meðal flestra okkar áhugamanna um þessi mál okkar. Hver félagsmaður er yfirleitt bara fastur á sínu priki, hvar sem það er statt í fræðunum. Fólk hangir ýmist í hnattakenningunni eða endurholdgunarkenningunni til dæmis eða einblínir á Mikael- fræðin án nokkurar teljandi gagn- rýni. Að ekki sé nú t.d. minnst á alla trúarþvæluna sem sumir blanda inn í það sem þeir kalla sálarrannsóknir. Þeir hinir sömu og flestir aðrir í bransanum fást varla til að hugsa aðra möguleika í framhaldslífsfræðunum því þeir eru búnir að koma sér svo nota- lega fyrir í einhverju þægilegu skotinu í skólastofunni. Eg er þeirrar skoðunar að okk- ur væri í lófa lagið að breyta þessari þróun og taka upp ekki bara alvöru rannsóknir á miðils- hæfileikum og öðrum dulsálar- fræðilegum verkefnum hér á landi Hafsteinn Björnsson miðill. Síðasti stórmiðiil Islendinga á 20. öldinni. Með dauða hans 1977 lauk hinu mjög svo merkilega stórmiðla- tímahili sem hér á landi hafði staðið í tœp 72 ár, nánast allar götur frá 1905, þegar hinn kornungi miðill Indriði Indriðason fór suður til Reykjavíkur og kynni tókust með honum og Einari H. Kvar- an prímus mótor spíri- tismans á Islandi. 14

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.