Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 20

Morgunn - 01.06.1993, Page 20
MORGUNN utan þessa ramma samkomulagsins sem ég held að við- fang lífsskoðana hefjist. Við skynjum tilveruna efnislega og andlega á mismunandi hátt og höfum því mismunandi reynslu af henni að sama skapi. Það er hér sem grein- armunur okkar hefst; það sem skilur einn mann frá öðrum og gerir tilveruna að því makalausa fyrirbæri sem hún er. Mitt í samkennum okkar allra sem mannvera þá er okkur áskapað það eðli, sem gerir flóru lífsins svo óendanlega fjölskrúðuga og heillandi, að upplifa heiminn í krafti sjálfstæðrar vitundar. Það er í krafti þessarar vitundar og utan samkomulagsins sem við tökum til við að byggja okkur lífsskoðanir. Þessar lífsskoðanir fjalla þá gjarnan um ráðgátur tilverunnar í heild og einstaklingsbundna reynslu okkar af henni sem ekki verður skýrð fyrir tilstuðlan samkomulagsins. í mínum huga þá eru það þessar ráðgátur og hin einstaklingsbundna reynsla sem eru frumhvötin til myndunar lífsskoðunar. Það er sérhverjum manni í blóð borið að taka afstöðu til þeirra atriða sem ekki verða skýrð fyrir tilstuðlan samkomulagsins og kannski meira en það. Ég vil taka svo djúpt í árinni að segja að viðfangsefnið sé eitthvert sterkasta hreyfiafl mannlegrar tilveru. Ég get því verið sammála Albert Einstein þegar hann sagði: „/y/ð fegursta, sem hœgt er að kynnast, er hið dulrœna. Uppspretta allrar sannrar listar og vísinda. Sá, sem ekki þekkir þessa tilfinningu og getur ekki hvílt hugann og undrastí lotningarfullri aðdáun, hann er sama sem dauður. “ En hver eru þessi viðfangsefni sem ég kalla frumhvötina að lífsskoðun? Einhverstaðar las ég nýlega þá ágætu skýringu, að það sem bæri á milli í reynslu og skilningi tvítugs manns annars vegar og fimmtugs hins vegar væri það, að það sem sá fimmtugi vissi en sá tvítugi ekki, væri eitthvað sem aldrei yrði tjáð með orðum. Allt það sem sá eldri gæti tjáð í ræðu eða riti væri þeim yngra 18

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.