Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Síða 24

Morgunn - 01.06.1993, Síða 24
MORGUNN mannlegrar tilveru“, með því að láta í veðri vaka að niðurstaðan sé fengin fyrir tilstilli vísindalegra sannana, þar sem engar af grundvallarreglum vísindanna um öflun þekkingar hafa verið í heiðri hafðar. Það er kannski þessi tilhneiging manna, að beita brögðum í umfjöllun sinni um mikilsverðar spurningar um mannlega tilveru, sem hefur leitt til þess að hégóma- skapurinn sem ég minntist á hér að framan hefur orðið til. Flestir þeir sem vandir eru að virðingu sinni og fræða sinna skammast sín fyrir að taka þátt í umræðunni um hinstu rök tilverunnar. Og þessa hefur mest öll umræða um trú og gildi hennar í samfélagi okkar í dag mátt gjalda. Það er hér sem ég tel hlutverk heimspekinnar vera hvað mest, því þar sem takmörk vísindanna stöðva okkur í þekkingarleitinni, tekur heimspekin við. Aðferð hennar veitir okkur tólin og tækin til þess að takast á við viðfangsefnin af skynsemi og skilningi og veitir okkur þar með það innsæi sem við leitum. Það er m.ö.o. hér sem heimspekin getur lagt okkur lið í því að mynda okkur lífsskoðun um þau efni sem „ekkert verður um sagt“. En víkjum nú aftur að trúnni. Það leiðir af því sem að framan er sagt að ef við höfum tilhneigingu til þess að hafna því sem viðtekið er í kringum okkur vegna þess að við þurfum að reyna hlutina sjálf, þá nær þessi tilhneiging einnig til þess að við höfnum trúnni. Ég held að þetta gerist þegar trúin verður að stofnun, hún verður formfast og reglubundið klukkuverk. A tímum þegar maðurinn hefur frelsi til þess að velja og hafna sjálfur og er ekki bundin skylduboði slíkrar stofnunar, þá kemur þrákelknin upp og hann vill prófa sjálfur. Honum hætta að nægja þær skýringar sem á borð eru bornar af veraldlegum umboðsmönnum æðri veruleika og hann kýs að kynnast þessum æðri veruleika af eigin raun. Hann vill og mér 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.