Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 25

Morgunn - 01.06.1993, Page 25
MORGUNN liggur við að segja þarfaö prófa kennisetningar trúarinnar og þann lærdóm sem aðrir hafa dregið af breytni sam- kvæmt trúnni. Án þessarar sjálfstæðu upplifunar er eins og inntak trúarinnar glatist og eftir sitji formið eitt. Má þá einu gilda hvort boðendur þeirrar trúar sem fyrir er telji að þessa reynslu megi öðlast innan trúarinnar sjálfrar sem stofnunar. I þessu felst einskonar endursköpun trúarinnar þar sem sömu frumþættimir lifa áfram en hvötin er sú að þeir séu sagðir upp á nýtt í samhengi og túlkun sem skilja má á hverjum nýjum tíma. Hér er ég kominn að megin- viðfangsefni mínu, en það eru þær trúarhugmyndir sem falla utan hefðbundinna trúarstofnana og kenninga og ég vil til hægðarauka kalla dulhyggju. Endursköpun sem þessi hlýtur að fela í sér að allar grundvallarhugmyndir þeirrar trúar sem fyrir er, verður að taka til endurskoðunar. Gildir þá einu hvort rætt er um eðli Almættisins, skilning á lífi og kenningu fulltrúa hans á jörðinni eða hornsteina þess siðferðis sem ríkjandi trú boðar. Þær hugmyndir sem ég vil einu nafni kenna við dulhyggju eru ekkert annað en endurskoðun af þessum toga. í raun gætir mikils misskilnings á því hvað þetta fyrirbæri er. I raun er dulhyggja í þessum skilningi mínum ekkert annað en samheiti yfir fjölda ólíkra hugmynda sem notað er til einföldunar í málinu. Hún er tilvísun sem notuð er til þess að spara sér það ómak að telja upp ótil- tekinn fjölda hugmynda sem eiga oft ekkert annað sam- eiginlegt en að vera líkar í eðli sínu. Þær eiga það allar sameiginlegt að þær falla í flokk þeirra hluta sem ekkert verður sagt um með öryggi og vissu, en á sama tíma falla þær jafnframt utan hins flokksins sem ekkert verður sagt um með öryggi og vissu en við viðurkennum samt og köllum hefðbundin trúarbrögð. Tilhneigingar gætir í þá átt að líta á hverskonar dulhyggju og fylgismenn slíkra hugmynda sem stofnun og að þar með séu allir sem einn, 23

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.