Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 27

Morgunn - 01.06.1993, Page 27
MORGUNN betur eða verr. Eins mætti spyrja hvers þeir eiga að gjalda sem ekki hafa heyrt þess getið að uppi hafi verið maður að nafni Jesús Kristur? Þetta viðhorf kristinnar kirkju hefur mótað hugarfar og siðferði kristinna manna öðru fremur í mínum huga. Að baki því blundar tilhneiging til þess að neita að horfast í augu við þá ábyrgð sem hver og einn maður ber á siðlegri breytni sinni. Eg er ekki að kenna kristinni kirkju um eitt eða neitt, heldur miklu fremur að benda á að þetta viðhorf elur fremur á þeirri tilhneigingu að einblína á flísar í augum annarra en bjálkann í eigin auga; að leita skýringa á eigin atferli í ytri aðstæðum fremur en að axla þær byrðar sjálfur. Sameiginlegur grunntónn í hugmyndum margra dulhyggjumanna er sá að við berum hvert og eitt okkar ábyrgð á eigin lífi og gjörðum, við veljum okkur sjálf þær aðstæður sem við búum við og það er okkar að ákveða hvort við sættum okkur við þær aðstæður eða leitum nýrra leiða. Hér er að mínu mati að finna dæmi um vangaveltur sem hafna einhverju viðteknu og geta af sér nýtt lífs- viðhorf. Slíkt lífsviðhorf hefur í mínum huga í för með sér veigamiklar viðhorfsbreytingar til lífsins og siðferðilegur undirtónn þess er sterkur. Þetta segi ég vegna þess að ef við gefum okkur það að enginn maður geti valið fyrir annan mann þá neyðist hver og einn til að taka líf sítt til gagngerrar endurskoðunar og endurmeta sjálfan sig sem siðferðilegan geranda. Eg held að slfkt viðhorf auki siðferðisvitund okkar. Gamla aðferðin, að varpa ábyrgð- inni á aðra, blindar menn í mati þeirra á réttri og rangri breytni sjálfra sín. Hún verður hlutdrægari en ella þar sem hún skírskotar til ytri réttlætinga fyrir athöfnum og gerandinn lítur ekki á sjálfan sig sem þátttakanda. Inn- byggt í þessa hugmynd er, að ég held, að með því að hver og einn hefur aðeins sjálfum sér að mæta, í þessum skilningi, þá séum við tilneydd til þess að skoða og skilja 25

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.