Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 43

Morgunn - 01.06.1993, Page 43
MORGUNN upp fjarskiptakerfi sem hægt væri að nota til að koma á gagnkvæmum tengslum á milli jarðarbúa og annarra til- verusviða. Rannsóknirnar hafa nú haldið stöðugt áfram og er árangurinn vissulega ótrúlegur. Aður hefur lítilsháttar verið skýrt frá þróun þessara mála í Morgunblaðinu( í sept. ‘89 og febr. ‘90) og verður því aðeins skýrt frá örfá- um atriðum til upprifjunar nú. í apríl 1982 var haldinn blaðamannafundur í National Press-klúbbnum í Washing- ton DC þar sem Meek og félagar hans kynntu hið mikla brautryðjendastarf sem unnið hafði verið innan rafeinda- vísindanna og skýrt frá því hvernig tekist hefði að setja saman rafeindabúnað sem hægt væri að nota til að tala við aðrar persónur sem komnar væru „yfir landamærin“ eða þau landamæri lífsins eins og við skiljum það í dag - og yfir á annað tíðnisvið. Fundinum var sjónvarpað og útvarpað víðsvegar um Bandaríkin og vakti talsverða athygli. Sá maður sem í dag stendur í fararbroddi þeirra rannsókna sem fram fara á sviði sambandsmála er dr. Emst Senkowski sem nýlega er hættur opinberum störfum en gegndi samfleytt í 27 ár stöðu prófessors í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við tækniháskólann í Bingen í Vestur-Þýskalandi. Þessar rannsóknir hafa aðallega farið fram í V-Þýska- landi, Englandi og Lúxemborg þar sem einstaklingar fyrir handan hafa, auk rafeindatækninnar, notað tölvutæknina til að komast í samband við þá sem dvelja hérna megin landamæranna. Klaus Schreiber í Aachen í Þýskalandi hefur tekist að ná fram mörgum myndum af látnu fólki á sjónvarpsskjá og í bók sem hann gaf út um rannsóknir sínar eru birtar um 30 myndir af framliðnu fólki, teknar eftir lát þess og birtist það á hinu nýja lífssviði og í nýju timhverfi. Heiti bókarinnar er Bilder aus dem Reich der Toten (Myndir úr heimi látinna). Annar maður, einnig frá V- Þýskalandi, Hans Otto-Koenig, hefur náð fram fjölda 41

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.