Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 54

Morgunn - 01.06.1993, Page 54
MORGUNN biðstóll fyrir þann næsta í röðinni sem vill meðtaka ljós hennar. Eitt og eitt gengur fólkið hljóðlátt til hennar og krýpur fyrir framan hana. Hún tekur höfuð þess milli handanna litla stund og horfir síðan í augu þess. Þögnin sem kom með henni inn í salinn var djúp og sérstök og henni fylgdi sérstök gleði. Hver og einn upplifir Móður Meeru og nærveruna við hana á sinn einstaka hátt. Sumir fyllast efasemdum til að byrja með, sem kannski eru svo horfnar næsta dag. Aðrir fá að sjá ljósið hennar. Þegar ég stóð upp til að krjúpa frammi fyrir henni greip mig allt í einu mikill óróleiki. En þegar ég leit í þessi guðdómlegu augu hvarf þessi tilfinning eins og dögg fyrir sólu og ég sökk inn í flauelsmjúkt dýpi sem umvafði mig og lék um mig. Eg fann fyrir óendanlegum friði og þakklæti. Kvöldið eftir þegar ég kraup í annað sinni fyrir framan Móður Meeru var tilfinningin allt önnur. Ég var öruggari og lagði mig í hendur hennar í fullkomnu trausti. Ég fylltist friðsemd og gleði og þannig hefur mér liðið síðan. Ég finn meiri innri frið og jafnvægi en nokkum tíma áður og mér finnst ég örugg og njóta vemdar. En það er einmitt það sem Móðir Meera boðar: FRIÐUR OG HAMINGJA. Að lokum vil ég benda lesendum á þær heimildir sem ég þekki til um Móður Meeru. Það eru viðtöl við hana sem hafa birst í tímaritinu Ganglera og Yoga Journal og bækurnar Hidden Journey eftir Andrew Harvey, en hann er lærisveinn Móður Meeru, og bókina Answers en það eru svör Móður Meeru við hinum ýmsu spurningum. 52

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.