Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 59

Morgunn - 01.06.1993, Page 59
MORGUNN eða náð sambandi við þótt viðkomandi persónuleiki sé löngu farinn. Á sama máta er hægt að vekja upp næstum hvaða hugform sem er, góð og ill. Sumir hafa gengið svo langt í þessu að þeir hafa drepið sjálfa sig úr hræðslu við það sem þeir hafa kallað upp. Eftir stendur að máttur hugsunarinnar er mikill en ykkar er valið, hvernig og til hvers henni er beitt. Hér er á ferðinni mjög vandasamt viðfangsefni sem vandrætt er vegna þess að okkur þrýtur orð til þess að gefa fullnægjandi skýringar. Við þetta viljum við þó bæta því að þegar persónuleiki kernur í gegn á miðilsfundi og lýsir því sem hann aðhefst á astralsviðinu þá er hann í raun að lýsa athöfnum sálar- kjarnans. Athafnir sálarkjarnans eru nokkuð fastmótaðar. Fyrst eftir líkamsdauðann ver hann nokkrum tíma til þess að skoða nýlokið líf sitt. Þessi skoðun fer fram í smá- atriðum, lagt er mat á þá lærdóma sem dregnir hafa verið ✓ eða ekki. I ljósi þess sem ákveðið er að sálin hafi lært og ekki lært þá gengur hún í nokkurs konar skóla eða uppfræðslu. Að þessu námi loknu tekur hún gjarnan til við ýmis hjálparstörf, s.s. lækningar eða leiðbeiningastörf fyrir þá sem eru á jörðinni. Þegar slíku er lýst í gegnum miðil er víst að lýsingin er áreiðanleg og að hún á við um sálina eða sálarkjarnann sjálfan. Það lýsir e.t.v. best þeim greinarmun sem við erum að draga fram að benda á eftirfarandi. Það gerist gjarnan að miðill miðlar persónuleika, sem látinn er, til eftirlifenda á sama tíma og viðkomandi sál þessa persónuleika hefur valið sér nýja bólfestu í nýjum líkama á jörðinni. Það sem miðillinn nær sambandi við er hugform þessa persónu- leika sem einu sinni var til. Þetta hugform sem birtist veit e.t.v. lítið meira um handanheima en þegar viðkomandi yfirgaf jörðina. En sál hans kemur kannski ekki í gegn í slíkum tilfellum, hún fæst við veigameiri verkefni, s.s. nýja holdgun og það að stýra öllum lífunum sem sálar-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.