Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 60

Morgunn - 01.06.1993, Page 60
MORGUNN kjaminn þarfnast til þess að öðlast fullan þroska. Það sem miðlar miðla annars fólki að öllu jöfnu ræðst fyrst og fremst af því sem fólk vill heyra. Þannig getur það vel gerst, líkt og á íslandi á þessari öld, að miðils- sambönd ganga út á lítið annað en sambönd við fram- liðna. Þetta er vegna þess að flestir þeir sem sækjast eftir slíkum fundum koma til þess að leita fregna af fram- liðnum ættingjum. Miðilssambandið þroskast og þróast í samræmi við þessar væntingar. Sú tegund miðlunar sem fer fram er mjög í samræmi við þær hefðir sem ríkja í hverju landi og þá væntingar fólksins sem sækir fundina. Jafnvel gamlar sálir fylgja viðmiðum samfélags síns í þessum efnum og eiga það til að taka þátt í sérkennilegum hlutum sem helst er að vænta af yngri sálum. Þær fylgja líka hefðum á köflum. En þó eru á íslandi gamlar sálir sem líklegar eru til þess að fara ótroðnar slóðir. Slíkar sálir geta miðlað mikilli fræðslu og merkri heimspeki, vilji þær það við hafa að tengja sig þangað sem þarf og sé þess óskað af þeim sem leita til þeirra. Viljinn þarf að vera fyrir hendi og óskin um að það sé gert. Að fengnu leyfi til þess að fá að nálgast þennan vísdóm er gatan greið. Gamlar sálir eru að öllu jöfnu opnari fyrir andlegu sviðunum en þær sem yngri eru, þó hið gagnstæða sé að sjálfsögðu til. Álfar og huldufólk Álfar eru mjög raunverulegt fyrirbæri í alheiminum. íslendingar standa nær sannleikanum í vitneskju sinni um þessar verur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Til eru mörg og ólík heiti yfir þá anda sem eiga sér bústað í náttúrunni. Indverjar kalla þessa anda náttúrunnar devas, Irar kalla þá litla fólkið, svo dæmi séu tekin. Nöfnin eru mörg og í sumum tilfellum hefur þeim verið skipt niður í ótal flokka og undirflokka. Sannleikurinn er sá að í alheiminum 58

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.