Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 69

Morgunn - 01.06.1993, Side 69
MORGUNN Og svona atvikaðist það að einn kaldan febrúardag árið 1979 sat Michael og beið eftir fyrsta tímanum sínum hjá dr. Whitton. Michael var hreint ekki viss um hvort hann tryði á endurholdgun. Þar til hann hlýddi á fyrir- lesturinn sem áður var getið, hafði hann í raun ekki velt þessum hlutum fyrir sér svo neinu næmi. Allt og sumt sem hann vissi var að dr. Whitton fékkst stundum við vandamál sjúklinga sinna með því að leiða þá í gegnum dáleiðslu til „fyrri lífa”. Og Michael var tilbúinn til að reyna hvað sem var. Fyrsti tíminn leiddi fátt í ljós. Eftir endurteknar til- raunir féll Michael í djúpan dásvefn á rauða leðursófanum í skrifstofu dr. Whittons. Þegar hann var spurður um síðasta líf sitt, muldraði hann svarið og nefndi varfæmis- lega árið 1915. Svo hvarf hann hratt frá því, rétt eins og hann hefði snert á glóandi járni í huga sér. Michael vaknaði skjálfandi af dásvefninum og vissi ekkert um það sem hann hafði séð. Þótt hann væri talinn á að falla aftur í dásvefn, gat ekkert fengið hann til að endumýja tengslin við þetta ártal. Allar tilraunir dr. Whittons mættu sterkum, ómeðvituðum vörnum af hálfu sjúklingsins. Tilfinn- ingaleg og meðferðarleg merking þessarar fyrstu leift- urmyndar átti eftir að vera sem lokuð bók, árum saman, jafnt fyrir lækninn sem hann sjálfan. Varnir Michaels urðu sífellt veikari eftir því sem meðferðartímunum fjölgaði og ein af annarri birtust stuttar myndir úr fyrri lífum hans. Þar sem hann lá á breiðofnu teppinu á gólfi skrifstofunnar, en það tók hann fram yfir sófann, endurskapaði hann sjálfsvitund sína með heilli skrúðgöngu af persónum sinna fyrri jarðvista. Hann sá sig sem Gustavus, sænskan farandsmið, við vinnu við kirkjur í Köln á tímum endurreisnarinnar. Einnig sem Henri, franskan baðmullarkaupmann á sextándu öld og sá hafði miklar áhyggjur af að Tyrkir kynnu að ráðast á skip 67

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.